Heim Fréttir Ástin í skugga atómbombu

Ástin í skugga atómbombu

-

VIVELAFRANCEflyerNP
Kua og Teriki.

Helgi Felixson og Titti Johnson hjá Felixfilm vinna nú að heimildamyndinni Vive la France. Myndin beinir sjónum að pari, Kua og Teriki, sem búa á hinni afskekktu eyju Tureia í Frönsku Pólýnesíu á S-Kyrrahafi. Eyjan er í um 100 km fjarlægð frá Moruroa, þar sem Frakkar stundu kjarnorkuvopnatilraunir á 30 ára tímabili, 1966-1996.

Kua og Teriki eru ástfangin og hyggjast gifta sig innan skamms. Þau hafa komist að því að barn þeirra, Maoki, er veilt fyrir hjarta. Þá hafa sjö manns úr fjölskyldu Teriki fengið krabbamein, þar á meðal faðir hans Maro. Ástæður þessa rekja þau til nálægðarinnar við Moruroa þar sem Frakkar sprengdu alls 193 kjarnorkusprengjur á fyrrgreindu 30 ára tímabili.

Jafnframt er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og þannig valdið gríðarlegri flóðbylgju sem myndi færa eyjuna þeirra í kaf. Samkvæmt ýmsum sérfræðingum er talið að milli tvö til þrjú tonn af Plútóníum sé að finna undir Moruroa sem ógnar öllu Kyrrahafssvæðinu um margar næstu aldir.

Að sögn Helga er áætlað að myndin verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Til stendur meðal annars að sýna hana í kvikmyndahúsum hér á landi.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.