Heim Bíó Paradís "Camille Claudel 1915" frumsýnd í Bíó Paradís

„Camille Claudel 1915“ frumsýnd í Bíó Paradís

-

camille-claudelJuliette Binoche leikur skúlptúristann Camille Claudel, elskhuga Auguste Rodin, í nýrri mynd frá Bruno Dumont sem frumsýnd var í Berlín fyrr á þessu ári.

Á enda ferils síns, þjáist höggmyndalistamaðurinn Camille Claudel af geðrænum vandamálum. Hún eyðileggur styttur og sköpunarverk sín ásamt því sem hún heldur því stöðugt fram að fyrrum elskhugi sinn Auguste Rodin hafi alla tíð stefnt að því að gera sér lífið leitt. Einn daginn sendir yngri bróðir hennar hana á hæli í útjaðri Avignon. Camille reynir að sannfæra lækninn sinn um það að hún sé fullkomlega heilbrigð, og það sé alveg með ólíkindum að hún þurfi að dvelja í kring um fólk sem augljóslega eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún verður örvæntingarfull og þráir það einna heitast að bróðir hennar snúist hugur og bjargi henni úr aðstæðunum.

Sjá nánar hér: Camille Claudel 1915.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.