spot_img

Gagnrýni | Svona er Sanlitun

Christopher Loton og Carlos Ottery í Svona er Sanlitun.
Christopher Loton og Carlos Ottery í Svona er Sanlitun.
[column col=“1/2″][message_box title=“Háskólabíó / RIFF | SVONA ER SANLITUN“ color=“blue“] [usr 3] Leikstjóri: Róbert I. Douglas
Handrit: Róbert I. Douglas
Aðalhlutverk: Carlos Ottery og Christopher Loton
Lengd 94 mín.
[/message_box][/column]Eftir nokkurt hlé er Róbert Ingi Douglas komin aftur á kreik með Svona er Sanlitun, sem er hans fyrsta mynd sem er alfarið á erlendri tungu. Myndin segir frá Gary, ólukkulegum breta sem flytur til Kína til að freista gæfunnar sem bissnissmaður en einnig til að reyna ná aftur saman við fyrrum eiginkonu sína, sem er kínversk, og bæta samband sitt við son sinn. Í leiðinni kynnist hann ástralanum Frank sem reynir að kenna Gary hvernig best sé að komast af í Kína, með sínum mjög svo sérstöku aðferðum. Auðvitað fara hlutirnir ekki eins og ætlað er hjá Gary.

Með Svona er Sanlitun er Douglas ekki að fara ótroðnar slóðir heldur mætti segja að myndin sé hálfgerð endurgerð af Íslenska draumnum. Söguþráðurinn er nánast sá sami nema bara að tungumálið og menningarheimurinn er ólíkur og aðstæðurnar lagaðar eftir því. Svosem ekki alslæm hugmynd og Douglas tekst ekki illa upp með þetta, þessi saga er alþjóðleg og týpur eins og Gary (og Tóti úr Íslenska draumnum) er að finna í hverju heimshorni.

En þessi kunnuglegheit eru engu að síður það sem háir myndinni og kemur í veg fyrir að hún nái almennilegum hæðum. Það er ekkert nýtt á ferðinni hérna og myndinni tekst ekki að bæta miklu við því sem hefur verið sagt áður. Fátt kemur á óvart og hún skilur lítið eftir sig.

Engu að síður er Svona er Sanlitun mjög viðkunnaleg mynd og sem erfitt er að mislíka. Carlos Ottery og Christopher Loton standa sig vel í aðalhlutverkunum og tekst að gera Gary og Frank að skemmtilegum týpum, þeir eru dæmigerðir aular en klárlega alvöru þrívíðar manneskjur en ekki bara samansafn af klisjum. Douglas tekst einnig að skapa mjög skemmtilegt og sannfærandi andrúmsloft og gefur manni góða tilfinningu fyrir kínversku samfélagi og hvað felst í því að vera útlendingur þar í landi.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR