Heim Bíó Paradís Verðlaunavetur í Bíó Paradís

Verðlaunavetur í Bíó Paradís

-

oscar-efa-logosNú fer árstíð verðlaunaafhendinga að ganga í garð og þegar er búið að tilkynna hvaða myndir eru í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og Óskarsverðlaunanna. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fara fram 7. desember næstkomandi í Berlín. Hægt er að sjá stóran hluta myndanna sem eru komnar í forval á Evrópskri kvikmyndahátíð og í almennum sýningum í Bíó Paradís.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (e. European Film Awards)
Búið er að opna fyrir netkosningu á Verðlaunum fólksins (e. People‘s Choice Awards) sem er hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. 11 myndir eru tilnefndar í þessum flokki og meðal mynda sem hægt er að kjósa um er hin íslenska Djúpið (e. The Deep) sem er leikstýrt af Baltasar Kormáki. Hægt er að sjá þrjár af myndunum sem eru tilnefndar í þessum flokki á Evrópsku kvikmyndahátíðinni EFFI um þessar mundir, en það eru myndirnar Broken Circle Breakdown, Oh Boy og The Gilded Cage.

Hér má finna netkosninguna. Þeir sem kjósa í netkosningunni eiga möguleika á að vinna ferð á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Berlín.

Hér má finna allar upplýsingar um myndirnar sem sýndar eru á Evrópsku kvikmyndahátíðinni:

Óskarsverðlaunin (e. 86th Academy Awards)
Búið er að ákveða hvaða mynd verður send sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Það er myndin Hross í Oss (e. Of Horses and Men), leikstýrt af Benedikt Erlingssyni, sem varð fyrir valinu. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Benedikt leikstýrir og óhætt að segja að kvikmyndaleikstjóraferill hans fer vel af stað.

Stór hluti myndanna sem valdar hafa verið sem framlag til Óskarsverðlaunanna í ár eru sýndar um þessar mundir á Evrópsku kvikmyndahátíðinni EFFI. Þetta eru myndirnar Burning Bush (Tékkland) eftir leikstýruna Agnieszku Holland sem einnig er heiðursgestur EFFI í ár, The Broken Circle Breakdown (Belgía), In Bloom (Georgía), Mother I Love You (Lettland) og Child‘s Pose (Rúmenía). Einnig verður framlag Hollands, Borgman, sýndar í Bíó Paradís í haust.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.