Bíómyndin „Einn“ væntanleg eftir áramót

Guðfinnur Ýmir Harðarson sem kvikmyndaleikstjórinn Helgi í Einn eftir Elvar Gunnarsson.
Arnþór Þórsteinsson sem kvikmyndaleikstjórinn Helgi í Einn eftir Elvar Gunnarsson.

„Helgi Dagur er íslenskur listamaður, bótaþegi án meina, fjölskyldufaðir, eiturlyfjaneitandi og sófabúi. Hann vinnur að sinni fyrstu mynd sem byggð er á atburðum liðins árs, eigin reynslu og persónum sem standa honum nærri. Þegar framleiðendur myndarinnar kalla Helga á fund og fara fram á handritsbreytingar fer af stað atburðarrás sem Helga gat ekki órað fyrir.“

Þetta er í grófum dráttum söguþráður bíómyndarinnar Einn eftir Elvar Gunnarsson en Elvar hefur unnið að myndinni um nokkurt skeið ásamt samstarfsfólki sínu. Myndin er gerð án styrkja enn sem komið er og er nú í eftirvinnslu. Elvar nam við Kvikmyndaskóla Íslands og kenndi þar einnig um skeið. Framleiðandi myndarinnar og helsti samstarfsmaður Elvars er Guðfinnur Ýmir Harðarson. Arnþór Þórsteinsson fer með aðalhlutverkið.

Elvar Gunnarsson leikstjóri Einn vísar veginn.
Elvar Gunnarsson leikstjóri Einn vísar veginn.

Elvar var nýlega í viðtali við Reykjavik Grapevine sem sjá má hér. Þar segist hann m.a. hafa ákveðið að gera myndina sjálfur í stað þess að fá framleiðslufyrirtæki að verkefninu til að þurfa ekki að gera málamiðlanir líkt og aðalpersóna myndarinnar lendir í.

Facebook síða myndarinnar er hér.

Kitlu myndarinnar má sjá hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR