Þéttara RIFF í ár

RIFF_2013_logoDagskrá RIFF 2013 hefur verið kynnt, en hátíðin fer fram í tíunda sinn dagana 29. september til 6. október. Dagskrána má sjá hér.

Opnunarmynd hátíðarinnar er nýjasta mynd Róberts DouglasSvona er sanlitun, sem frumsýnd var á Toronto-hátíðinni fyrir nokkrum vikumAlls er fjöldi mynda rétt undir hundraðinu þetta árið sem er nokkuð minna en mörg undanfarin ár. Sýningar fara fram í Háskólabíói, Tjarnarbíói og Norræna húsinu auk ýmissa óformlegra sýningarstaða vítt og breitt um borgina.

Sem fyrr leggur hátíðin áherslu á hlutverk sitt sem vettvangur uppgötvana með flokknum Vitranir (New Visions) þar sem sýndar eru spennandi myndir upprennandi leikstjóra. Myndir í þeim flokki keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllta lundann.

Í flokknum Fyrir opnu hafi (Open Seas) er að finna ýmsar myndir sem vakið hafa athygli á hátíðum að undanförnu. Ber þar hæst Líf Adele (eða Blue Is the Warmest Colour) sem hlaut Gullpálmann á Cannes í vor og verður lokamynd hátíðarinnar, Only Lovers Left Alive frá Jim Jarmusch fyrrum heiðursgesti RIFF, nýjustu mynd Xavier Dolan Tom at the Farm, en hann hlaut Gyllta lundann fyrir frumraun sína J’ai tué ma mère (I Killed My Mother) 2009 og einnig er forvitnileg nýjasta mynd hins reynda danska leikstjóra Sören Kragh-Jacobsen The Hour of the Lynx.

Heiðursgestirnir Lukas Moodyson, Laurence Cantet og James Gray sýna nýjustu myndir sínar; We Are the Best, Foxfire og The Immigrant, auk nokkurra eldri mynda sinna. Mynd Moodyson var frumsýnd í Feneyjum fyrir skemmstu og hefur fengið góða dóma, Sömuleiðis Foxfire og The Immigrant.

RIFF leggur sérstaka áherslu á íslenskar stuttmyndir og hæst ber þar Íslandsfrumsýningu Hvalfjarðar (Whale Valley) eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut dómnefndarverðlaun í Cannes í vor, fyrst íslenskra kvikmynda til að koma verðlaunuð af þessari drottningu kvikmyndahátíðanna.

Sjá nánar hér: Fjölbreytnin alls ráðandi á RIFF í ár | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR