HeimEfnisorðTrustNordisk

TrustNordisk

„Ég man þig“ seld um allan heim

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur tilkynnt um sölur á Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar víða um heim í kjölfar Cannes hátíðarinnar. Myndin fer meðal annars til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media).

Studiocanal kaupir Bretlandsréttinn á „Ég man þig“

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.

TrustNordisk höndlar „Ég man þig“

Danska sölufyrirtækið TrustNordisk mun sjá um sölu kvikmyndarinnar Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson á alþjóðavísu. Myndin er væntanleg á næsta ári. Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson framleiða.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR