Leikstjórarnir Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir birta grein á Vísi fyrir hönd stjórnar WIFT, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum.
Stjórn WIFT á Íslandi hefur sent frá sér opið bréf til stjórnar ÍKSA og fagráðs Eddunnar í kjölfar þess að mönnun valnefnda Eddunnar var gerð opinber í dag.
WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.
Ný stjórn Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (Wift) á Íslandi var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum. Nýr formaður er Anna Sæunn Ólafsdóttir leikstjóri og leikkona sem tekur við formennskunni af Helgu Rakel Rafnsdóttur.
WIFT á Íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að aðeins 2 konur séu í nýskipuðum starfshóp um kvikmyndamál af 9 alls.
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT, en Klapptré skýrði frá því fyrir skömmu að Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefði hlotið heiðursverðlaun WIFT. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hlýtur heiðursverðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi en samtökin munu einnig veita hvatningarverðlaun sem verða veitt fyrir lok þessa árs.
Miklar breytingar hafa orðið á stöðu kvenna í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á síðustu árum. Vitundarvakning innan atvinnugreinarinnar hefur leitt til töluverðra framfara en mikilvægt er að halda baráttunni áfram, segir Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.
WIFT á Íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vinnur nú að undirbúningi nýs vefmiðils á vefsíðu félagsins. Markmiðið er að auka vægi og sýnileika kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum.
Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.
WIFT á Íslandi í samstarfi við RIFF og Kvikmyndaskóla Íslands stendur fyrir sumarnámskeiði í stuttmyndagerð 4.-18. ágúst fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. Þátttakendum verður skipt í tvo aldurshópa, 15-17 ára (fæddar 1998-2000) og 18-20 ára (fæddar 1995-1997). Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og því lýkur með gerð stuttmyndar.
Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Fáar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í samtali við RÚV segir formaður WIFT (konur í kvikmyndum og sjónvarpi) það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum.
Á nýjum vef WIFT á Íslandi kemur fram að yfir eitt hundrað sögur eftir konur bárust í handritasamkeppni Doris Film. Umsóknarfrestur rann út 7. maí síðastliðinn.
Sérstakt samstarfsverkefni WIFT í Noregi og á Íslandi, Doris Film, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Frestur til að senda inn tillögur er til 1.maí næstkomandi.