"Smekklega framsett frásögn um aldraðan mann sem leitar löngu horfinnar ástkonu á óvissutímum. Á lokakaflanum er þessi blíða og látlausa ástarsaga í senn afar hófsöm og afar hjartnæm," skrifar Courtney Howard hjá Variety meðal annars um Snertingu Baltasars Kormáks.
"Sennilega ánægjulegasta heimildamynd sem snertir á innrásinni í Úkraínu sem hægt er að hugsa sér," segir Dennis Harvey hjá Variety meðal annars um heimildamyndina Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson, sem heimsfrumýnd var fyrir nokkrum dögum á Hot Docs hátíðinni í Kanada.
Alissa Simon gagnrýnandi Variety fjallar um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, en myndin var heimsfrumsýnd á South by Southwest hátíðinni um helgina.
"Persónurnar eru óskýrar og togstreitan milli þeirra svo veik að við verðum ekki snortin af hlutskipti þeirra," skrifar Jessica Kiang meðal annars í Variety um Against the Ice eftir Peter Flinth. Myndin er nú á Berlínarhátíðinni og væntanleg á Netflix.
"Áferðarfalleg og hröð en ófrumleg, gerir grín að hefðum greinarinnar án þess að bæta einhverju nýju við fyrir utan staðsetninguna," segir Jay Weissberg hjá Variety um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.
Að splæsa myrkum kjarna þjóðsögulegs hrolls saman við dúnmjúka íslenska sveitalífs sambandssögu hefur óvænt en frjó og kómísk áhrif," segir Jessica Kiang meðal annars í Variety um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.
"Þessi sálfræðitryllir um syrgjandi ekkil í hefndarleit afhjúpar Hlyn Pálmason sem meiriháttar hæfileikamann," segir Peter Debruge í Variety um Hvítan, hvítan dag. Myndin er nú sýnd á Film Movement streymisveitunni í Bandaríkjunum.
Guy Lodge gagnrýnandi Variety skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson og segir hana lágstemmda en um leið stórfenglega hugleiðingu um væntanleg örlög okkar en einnig endurnýjun.
"Um leið og áhorfendur leggja allar væntingar um hefðbundna frásagnarfléttu til hliðar munu þeir geta kafað djúpt í þennan hjartnæma bútasaum þar sem íslenskt samfélag er aðalpersónan," segir Jay Weissberg gagnrýnandi Variety um Bergmál Rúnars Rúnarssonar, sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni.
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.
Alissa Simon, gagnrýnandi Variety, skrifar um Lof mér að falla sem nú er sýnd á Busan hátíðinni í S-Kóreu. Hún segir myndina standa uppúr öðrum nýlegum myndum sem fjalli um heim fíkla.
Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.
Variety hefur bæst í hóp annarra helstu kvikmyndamiðla sem gefa kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hæstu einkunn. Jay Weissberg, gagnrýnandi miðilsins, spáir myndinni mikilli velgengni á veraldarvísu.
Alissa Simon skrifar í Variety um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem nú er sýnd á Sundance hátíðinni. Simon segir myndina afar vel leikið raunsæislegt drama sem snerti á málum sem nú séu efst á baugi.
"Smáborgaraleg togstreita er skrúfuð upp í annarlegar öfgar þannig að maður stendur á öndinni," skrifar Guy Lodge frá Toronto hátíðinni í Variety um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og bætir við: "Það sem myndina skortir í hinum fínni blæbrigðum bætir hún upp í einbeittum vilja til að láta allt flakka."
Jessica Kiang skrifar í Variety um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir hana einstaklega frumlega og gefa góð fyrirheit, auk þess að skera sig frá öðrum nýlegum norrænum myndum með sínu sérstæða andrúmslofti.
Variety ræðir við Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra og handritshöfund Hjartasteins, sem blaðið kallar ferska sýn á þroskasögubálkinn (coming-of-age). Variety lýsir því jafnframt yfir að með Guðmundi hafi nýr fulltrúi bæst í hóp næstu kynslóðar íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Í nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.
Dennis Harvey skrifar í Variety um Eiðinn Baltasars Kormáks sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. Harvey segir þetta vera söluvænlegt spennudrama sem unnið sé af öryggi og henti vel til endurgerðar.
Variety fjallar um velgengni íslenskra kvikmynda á árinu undir fyrirsögninni "'Íslenskir leikstjórar setja mark sitt á alþjóðlega kvikmyndagerð." Í greininni, sem fjallar að mestu um nýafstaðna RIFF hátíð er sú spurning sett fram hvort Íslendingar muni halda áfram að senda frá sér sífellt betri myndir.
Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.
Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.
Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.
Variety hefur þegar birt umsögn um Hrúta Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í dag á Cannes hátíðinni og fer gagnrýnandinn Alissa Simon lofsamlegum orðum um myndina.
Ronnie Scheib gagnrýnandi Variety skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára frá Tribeca hátíðinni og segir hana líklega til að láta ljós sitt skína á markaði listrænna kvikmynda.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
Jay Weissberg hjá Variety skrifar um Hross í oss Benedikts Erlingssonar og er ekki að skafa utan af því:
"Flabbergasting images and a delightfully dry...