HeimEfnisorðSjálfstætt fólk

Sjálfstætt fólk

Ingvar E. og Hera með helstu hlutverk í „Sjálfstæðu fólki“ Baltasars

Ingvar E. Sigurðsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkin í fyrirhugaðri kvikmynd og þáttaröð Baltasars Kormáks þar sem byggt er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tökur eru fyrirhugaðar undir lok næsta árs eða í byrjun þess þar næsta.

Viðhorf | Já, það er hið besta mál að filma „Sjálfstætt fólk“

Það er þarft og gott að spyrja um forgangsröðun varðandi leikið efni en það er líka hið besta mál að filma Sjálfstætt fólk, segir Ásgrímur Sverrisson. Við gerum of lítið af fortíðarmyndum, aðallega sökum kostnaðar. Kannski mætti frekar forgangsraða með því að leggja áherslu á nýsköpun umfram áframhald þáttaraða.

Magnús Guðmundsson: Er aðkallandi að framleiða „Sjálfstætt fólk“?

Magnús Guðmundsson ræðir leikið íslenskt sjónvarpefni í leiðara Fréttablaðsins á dögunum. Hann fagnar sóknarhug RÚV gagnvart slíku efni en setur spurningamerki við þá miklu fjármuni sem fara eiga í gerð kvikmyndar og þáttaraðar eftir skáldsögu sem kom út á árunum 1934-35 og á þar við Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness.

Fjórar væntanlegar íslenskar þáttaraðir kynntar á Scandinavian Screening 6.-8. júní

Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.

RÚV og Baltasar Kormákur í samstarf um gerð bíómyndar og þáttaraðar eftir „Sjálfstæðu fólki“

RÚV og RVK Studios Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Vonast er til að tökur hefjist síðla næsta árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR