HeimEfnisorðScreen

Screen

Gísli Snær: Okkar versti óvinur er stöðnun

Wendy Mitchell fjallar um nýafstaðna Stockfish hátíð í ScreenDaily og gerir meðal annars grein fyrir ávarpi Gísla Snæs Erlingssonar, nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem opnaði sérstaka dagskrá um helstu stuðningskerfi íslensks kvikmyndaiðnaðar síðasta föstudag.

Screen um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Leitin að lífsfyllingu

Lauslega ofið safn smásagna sem hættir til að vera yfirborðskennt en tilfinning fyrir samfélagi og umhverfi er sannfærandi, segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Afhverju Ísland slær upp fyrir sig á sviði alþjóðlegrar þáttaframleiðslu

Wendy Mitchell hjá Screen fjallar um íslenskar þáttaraðir og veltir fyrir sér hvað standi að baki velgengni þeirra á undanförnum árum. Hún ræðir við Margréti Örnólfsdóttur, Baltasar Kormák, Baldvin Z, Hörð Rúnarsson og Skarphéðinn Guðmundsson auk þess að fara yfir væntanlegar þáttaraðir.

Screen um BERDREYMI: Hrjúf en hrífandi þroskasaga

"Önnur kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnir bæði blíðu og grimmd í heimi unglinga," skrifar Wendy Ide frá Berlínarhátíðinni í Screen um Berdreymi.

Screen um WOLKA: Vel gerður þriller

Allan Hunter gagnrýnandi ScreenDaily skrifar um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar sem tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Hamborg þessa dagana, en verður frumsýnd á RIFF á morgun. Hunter segir myndina bera hæfileikum Árna Ólafs vitni og kallar hana vel gerðan þriller með þungri undiröldu sem sé ágætlega söluvænleg.

Screen um LEYNILÖGGU: Sjarmerandi og áhorfendavæn

"Í kynningu á myndinni var lögð áhersla á að leikstjórinn hefði jafnframt verið landsliðsmarkvörður Íslands um árabil. Myndin reynist hinsvegar vera nægilega áhugaverð og með nægilegt skemmtanagildi til að standa á eigin fótum," skrifar Neil Young í Screen um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar, sem sýnd er á Locarno hátíðinni.

Screen um DÝRIÐ: Noomi Rapace aldrei verið betri

"Sterk íslensk frumraun sem vegur salt milli dulrænnar spennumyndar og absúrdkómedíu," segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn sinni frá Cannes hátíðinni um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

Baltasar ræðir við Screen um árið sem er að líða og verkefnin framundan

Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi ræðir við Wendy Mitchell hjá Screen um árið sem er að líða og hvernig honum og samstarfsfólki tókst að vinna sig framhjá takmörkunum vegna heimsfaraldursins. Hann ræðir líka um stöðuna í kvikmyndabransanum almennt sem og verkefnin framundan.

Screen um „Héraðið“: Áhorfendavæn baráttusaga

Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.

Screen um „Bergmál“: Áhrifamikil upplifun

Allan Hunter gangrýnandi Screen skrifar um Bergmál Rúnars Rúnarssonar sem er nú sýnd á Locarno hátíðinni. Hunter segir hana meðal annars fanga tilfinningu fyrir því hvernig við lifum nú á dögum.

„End of Sentence“ fær góðar viðtökur í Edinborg

End of Sentence, fyrsta bíómynd Elfars Aðalsteins, var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni sem lauk um helgina. Screen segir hana hafa verið meðal umtöluðustu titlana á hátíðinni og gagnrýnandi miðilsins gefur henni góða dóma.

Screen um „Hvítan, hvítan dag“: Sjónrænt grípandi og áhrifamikil

Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.

Mikill áhugi á íslenskum myndum í vinnslu í Gautaborg

Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.

„Kona fer í stríð og „Arctic“ meðal áhugaverðustu myndanna á Cannes að mati Screen

Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.

Screen um „Andið eðlilega“: Lágstemmd, hjartnæm og örugg

Fyrsta umsögn um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hefur birst hjá Screen. Myndin verður frumsýnd á mánudag á Sundance hátíðinni en gagnrýnendasýning hefur þegar farið fram. Allan Hunter, gagnrýnandi Screen, segir myndina lágstemmda, hjartnæma og framsetta af öryggi.

Screen nefnir fjórar væntanlegar íslenskar myndir sem freista munu hátíða á árinu

Screen fjallar um 15 norrænar myndir sem fagritið telur að stjórnendur kvikmyndahátíða muni slást um á árinu. Þar af eru fjórar íslenskar: Vargur eftir Börk Sigþórsson, Mihkel eftir Ara Alexander, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur.

Screen um „Sumarbörn“: Lítil og ljúf

Wendy Ide hjá Screen skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur frá kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi og segir hana litla en ljúfa mynd sem sé lyft upp af heillandi frammistöðu ungu leikaranna.

Ása Helga Hjörleifsdóttir ræðir um „Svaninn“

ScreenDaily birtir viðtal við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund Svansins. Þar fer Ása yfir tilurðarsögu myndarinnar, hugmyndirnar á bakvið hana og hversvegna hún vildi gera myndina síðan hún var níu ára.

Screen um „Undir trénu“: Óvægin og gamansöm

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Undir trénu Hafsteins Gunars Sigurðssonar frá Feneyjahátíðinni. Hún segir myndina meðal annars óvægna í skarpskyggni sini sem og skrautlega í gamanseminni. Þáttur Eddu Björgvinsdóttur er sérstaklega dregin fram.

Screen um „Vetrarbræður“: Ójafnt sálfræðidrama

"Sumt í úrvinnslu og leik er afar sannfærandi, en þunn frásögn og vandræðalegir hugarflugskaflar gera það að verkum að myndin verður ekki að sterkri heild," segir Allan Hunter hjá Screen um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. Hann spáir því að myndin muni vekja áhuga þeirra hátíða sem leggja áherslu á nýtt hæfileikafólk.

Screen um „Out Of Thin Air“: Heillandi og grípandi

Umsögn um heimildamyndina Out of Thin Air birtist á vef Screen International í gær, en myndin er nú sýnd á Sheffield hátíðinni. Útkoman er sögð heillandi og áhugaverður þriller.

Screen um „Eiðinn“: Blanda hörkutólamyndar og heimilisdrama

Wendy Ide skrifar í Screen International um Eiðinn Baltasars Kormáks frá Toronto hátíðinni. Hún segir myndina einskonar blöndu af hörkutólamynd í anda Liam Neeson mynda og innilegs heimilisdrama, en tónninn sé ójafn.

Screen um „Hjartastein“: Hrífandi og næmlega gerð

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd á Feneyjahátíðinni. Ward segir myndina hrífandi og næmlega gerða og vaða inná svið þroskasögumynda með réttum skammti af sjálfstrausti, samkennd og tærum stíl.

Screen ræðir við Grím Hákonarson um hátíðaflakk og næsta verkefni

Grímur Hákonarson er nú staddur í Jerúsalem þar sem hann tekur þátt í dómnefnd hins alþjóðlega hluta Jerusalem Film Festival. Screen ræddi við hann um velgengni Hrúta og upplifun hans af hátíðarúntinum undanfarið ár, auk verkefna framundan.

Screen um „Sundáhrifin“: Viðkunnanleg en sérviskuleg

Jonathan Romney hjá Screen fjallar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach sem sýnd er á Cannes hátíðinni og segir hana viðkunnanlega en sérviskulega rómantíska kómedíu sem ekki sé allra en beri skýr einkenni höfundar síns.

„Everest“ og „Hrútar“ á listum blaðamanna Screen International yfir myndir ársins

Tvær myndir íslenskra leikstjóra er að finna á listum ritstjóra og blaðamanna fagritsins Screen International yfir myndir ársins; Hrútar eftir Grím Hákonarson og Everest eftir Baltasar Kormák.

Screen um „Þresti“: Traust leikstjórn og stórkostlegt umhverfi lyftir myndinni hátt

David D'Arcy hjá Screen International fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. D'Arcy segir trausta leikstjórn og stórkostlegt umhverfi lyfta myndinni hátt yfir hefðbundnar unglingamyndir, en ólíklegt sé að myndin nái út fyrir markað listrænna mynda þrátt fyrir aukinn áhuga á íslenskum kvikmyndum.

Lof og last um „Everest“

Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.

„Everest“: Feneyjar stökkpallur í Óskarinn?

Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.

Cannes 2015: Hvað fór inn og hvað ekki?

Fionnuala Halligan, aðalgagnrýnandi Screen International, fjallar um valið inná Cannes hátíðina í pistli í dag. Hún segir meðal annars að svo virðist sem hátíðin sé ekki eins niðurnjörfuð af fortíðinni eins og oft áður, aðalkeppnin sé lausari í reipunum og margar uppgötvanir bíði í Un Certain Regard (þar sem m.a. Hrútar taka þátt).

Screen fagnar „Fúsa“ í Berlín

Dan Fainaru hjá Screen International skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára sem frumsýnd er á yfirstandandi Berlínarhátíð og er mjög sáttur.

Screen hrósar „París norðursins“ í hástert á Karlovy Vary

Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR