HeimEfnisorðRIFF 2015

RIFF 2015

RIFF: „Miðvikudagur 9. maí“ hlaut Gullna lundann

Verðlaunaafhending RIFF hátíðarinnar fór fram í Iðnó í kvöld. Aðalverðlaunin, Gullni lundinn, féllu í skaut írönsku myndinni Wed­nes­day, May 9 eftir Va­hid Jali­vand.

Gagnrýni | Tale of Tales*** (RIFF 2015)

Tale of Tales virkar ekki alveg nógu vel í heildina, það tekur hana nokkurn tíma að grípa mann og tónninn í henni er aðeins á skjön á köflum, segir Atli Sigurjónsson um opnunarmynd RIFF í ár, en hún sé þó bæði grótesk, fjörug og glæsileg.

RIFF: David Cronenberg og Margarethe von Trotta heiðruð á Bessastöðum

Kanadíski kvikmyndleikstjórinn David Cronenberg og þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta hlutu bæði heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag til kvikmynda sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim á Bessastöðum í gær.

RIFF pallborð um kvikmyndahátíðir, bein útsending hér

Pallborðsumræður á vegum RIFF í Norræna húsinu þar sem fjallað er um kvikmyndahátíðir hefst kl. 12 og hægt er að sjá beina útsendingu hér.

RIFF: Stórkanónur viðstaddar umræðu um kvikmyndahátíðir í Norræna húsinu

RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum í Norræna húsinu á morgun 1. október kl. 12 þar sem rætt verður um kvikmyndahátíðir með þátttöku þungaviktarfólks af þeim vettvangi; Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóra Director’s Fortnight á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnanda Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling stjórnandaToronto kvikmyndahátíðarinnar og Giorgio Gosetti, stjórnanda Venice Days á Feneyjarhátíðinni og dagskrárstjóra RIFF. Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto stjórnar umræðum.

Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? Umræðurnar í fullri lengd hér

Pallborðsumræðurnar sem RIFF stóð fyrir mánudaginn 28. september undir heitinu Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? má skoða hér í heild sinni.

Gagnrýni | Slow West ***1/2 (RIFF 2015)

"Hversu mikið getur ein grein endurskapað sjálfa sig? Hefur vestrinn gert og sagt allt sem hann getur?," spyr Atli Sigurjónsson í umsögn sinni um vestrann Slow West sem sýnd er á RIFF.

Ástarævintýri fjárfesta og kvikmyndagerðarmanna rétt að byrja?

Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.

Baltasar: Lítil þekking á þörfum kvikmyndagerðar í bankakerfinu

Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.

Gagnrýni | Cartel Land *** (RIFF 2015)

Klapptré mun birta umsagnir um RIFF myndir á næstu dögum. Atli Sigurjónsson ríður á vaðið með dómi um kvikmyndina Cartel Land eða Glæpaland.

Hátíðargusa Margrétar Örnólfsdóttur

Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur flutti hátíðargusu RIFF við opnun hátíðarinnar í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Gusuna má lesa hér.

RIFF hefst í kvöld

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður sett í tólfta sinn í kvöld kl. 19:30 við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói.

Margarethe von Trotta: horfst í augu við söguna

Morgunblaðið birtir viðtal við Margarethe von Trotta sem er heiðursgestur RIFF í ár. Von Trotta er eitt þekkt­asta nafnið í þýskri kvik­mynda­gerð. Hún var hluti af þeim kjarna leik­stjóra, sem hóf þýsk­ar kvik­mynd­ir til virðing­ar eft­ir langvar­andi lægð.

„Chasing Robert Barker“ með Guðmundi Inga Þorvaldssyni heimsfrumsýnd á RIFF

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.

RIFF kynnir myndirnar í keppnisflokknum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík kynnti í dag þær 12 myndir sem keppa munu í flokknum Vitranir, aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar.

„Ófærð“ slúttar RIFF

Tveir fyrstu þættirnir af sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð munu loka RIFF í ár, en þeir verða sýndir saman í Egilshöll þann 4. október. Þættirnir eru framleiddir af Rvk. Studios og skrifaðir af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley eftir hugmynd Baltasars Kormáks, sem jafnframt leikstýrir öðrum þættinum en Baldvin Z  hinum.

RIFF kynnir fyrsta skammt af myndum

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður sett þann 24. september og er dagskrá hátíðarinnar óðum að taka á sig mynd. Í dag tilkynnir hátíðin um 40 myndir sem verða á dagskrá hátíðarinnar í þremur flokkum hátíðarinnar en stefnt er að því að sýna hátt í 100 myndir í fullri lengd á meðan hátíðinni stendur.

Styttist í skilafrest hjá RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, tekur við myndum til að sýna á hátíðinni til 15. júlí, en hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi.

RIFF 2015 auglýsir eftir myndum

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur opnað fyrir innsendingu mynda á komandi hátíð, sem verður sú 12. í röðinni, og fer fram dagana 24. september til 4. október. Auglýst er eftir íslenskum sem og alþjóðlegum kvikmyndum í fullri lengd og stuttmyndum til að frumsýna á RIFF.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR