HeimEfnisorðÓfærð 2

Ófærð 2

„Ófærð 2“ meðal bestu þáttaraða ársins að mati BBC Culture

Önnur syrpa þáttaraðarinnar Ófærð er á lista BBC Culture yfir bestu þætti ársins hingað til. Þar er hún ágætum félagsskap þátta á borð við Fleabag, Stranger Things og Chernobyl.

Stundin um „Ófærð 2“: Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

"Ófærð er alvöru sjónvarpsviðburður. Það hafa töluvert betri sjónvarpsþættir verið framleiddir á Íslandi undanfarin ár, en engin sem nær sömu heljartökum á þjóðarsálinni," segir Ásgeir H. Ingólfsson í umsögn sinni um þættina í Stundinni.

Baltasar Kormákur um „Ófærð 2“: Vildi segja eitthvað sem skiptir máli

„Markmiðið var að reyna að gera betur. Mig langaði til að nota tækifærið og fjalla um eitthvað sem skiptir mig máli og nota þrillerinn, án þess að tapa spennu og skemmtanagildi, til þess að fjalla um viðkvæmari mál eins og Ísland og landvernd," segir Baltasar Kormákur um nýja syrpu þáttaraðarinnar Ófærð sem frumsýnd verður á RÚV annan dag jóla.

BBC segir „Ófærð 2“ meðal mest spennandi þáttaraðanna á árinu

BBC fjallar um áhugaverðar sjónvarpsþáttaraðir sem væntanlegar eru á árinu og kennir þar margra grasa. Meðal þáttaraðanna er önnur syrpa Ófærðar.

Laufey ræðir úthlutunina til annarrar syrpu „Ófærðar“

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.

SÍK óskar eftir fundi með fulltrúum KMÍ og ráðuneytis vegna úthlutunar

SÍK hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar til annarrar syrpu Ófærðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Magnús Guðmundsson: Stjórnvöld þurfa að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar

"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.

Gagnrýnt að önnur syrpa „Ófærðar“ fái vilyrði þrátt fyrir ókláruð handrit

Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Sigurjón Kjartansson: Vinsældir „Ófærðar“ opna dyr fyrir íslenskt sjónvarpsefni

Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda Ófærðar, segir það jákvætt fyrir íslenska kvikmyndagerð að Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröð Evrópu. Vinna við handrit næstu þáttaraðar Ófærðar er þegar hafin.

Ráðist í aðra syrpu af „Ófærð“

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR