HeimEfnisorðMagnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson: Stjórnvöld þurfa að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar

"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.

Viðhorf | Já, það er hið besta mál að filma „Sjálfstætt fólk“

Það er þarft og gott að spyrja um forgangsröðun varðandi leikið efni en það er líka hið besta mál að filma Sjálfstætt fólk, segir Ásgrímur Sverrisson. Við gerum of lítið af fortíðarmyndum, aðallega sökum kostnaðar. Kannski mætti frekar forgangsraða með því að leggja áherslu á nýsköpun umfram áframhald þáttaraða.

Magnús Guðmundsson: Er aðkallandi að framleiða „Sjálfstætt fólk“?

Magnús Guðmundsson ræðir leikið íslenskt sjónvarpefni í leiðara Fréttablaðsins á dögunum. Hann fagnar sóknarhug RÚV gagnvart slíku efni en setur spurningamerki við þá miklu fjármuni sem fara eiga í gerð kvikmyndar og þáttaraðar eftir skáldsögu sem kom út á árunum 1934-35 og á þar við Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness.

Kvikmyndagerð augljós auðlind

Magnús Guðmundsson hjá Fréttablaðinu leggur útaf Edduverðlaunum í leiðara og segir 2015 hafa verið ótrúlegt fyrir íslenska kvikmyndagerð. "Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins!"
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR