spot_img
HeimEfnisorðLars von Trier

Lars von Trier

Björk lýsir nánar áreitni Lars von Trier

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér aðra Facebook færslu þar sem hún lýsir ýmsum atvikum í samskiptum sínum við Lars von Trier meðan á tökum á Dancer in the Dark stóð. Í færslunni segist hún telja að þessi atvik flokkist undir kynferðislegt áreiti.

Björk segir Lars von Trier hafa sýnt sér kynferðislega áreitni

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona segir að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvikmyndaleikstjóra þegar hún lék í mynd hans. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar og þó leikstjórinn sé ekki nafngreindur má ljóst vera að hún á við Lars von Trier sem leikstýrði henni í Dancer in the Dark. Von Trier hafnar ásökunum Bjarkar, sem og Peter Aalbæk Jensen framleiðandi hans.

Jómfrúr, hórur og brókarsótt

"Helsta ögrun myndarinnar liggjur í aðalpersónunni Joe. Með því að fjalla um konu með brókarsótt stefnir Lars von Trier myndinni gegn djúpstæðri tilhneigingu í vestrænni hugmyndasögu – hinni svokölluðu jómfrúar/hóru tvíhyggju," segir Jóhann Helgi Heiðdal á Starafugl um Nymphomaniac Lars von Trier.

Nymphomaniac: Drungalega þunglynd en líka drepfyndin, átakanleg, erfið, falleg, grótesk, harmþrungin, sprellfjörug, útpæld, blaut, gröð og gáfuleg

Þórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Nymphomaniac: fyrri hluta Lars von Triers. Hann byrjar á að úthúða leikstjóranum almennt, en vendir svo kvæði í kross og segir myndina "skínandi dæmi um hvers Trier er megnugur þegar hann er í góðum gír."

Berlín 2014: Nokkrar ólíkar leiðir til að detta

Fjórða bréf Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni er um gjörninga, viðtökur eistnesku myndarinnar Free Range og blaðamannafund aðstandenda Nymphomaniac eftir Lars von Trier.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR