"Hiklaust með betri íslensku kvikmyndum ársins og óneitanlega stórskemmtilegt fyrsta verk Teits Magnússonar og samstarfsfólks hans," segir Gunnar Ragnarsson í Lestinni um Uglur Teits Magnússonar.
Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar segir Allra síðustu veiðiferðina eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson höggva í sama knérunn og fyrirrennarinn.
Ungir og óharðnaðir listamenn sem standa að kvikmyndinni Harmi eiga framtíðina fyrir sér, segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars.
„Helsta rósin í hnappagat leikstjórans og myndarinnar í heild er frammistaða ungu leikkvennanna,“ segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar um Birtu Braga Þórs Hinrikssonar.
"Gamanið samanstendur annars vegar af háði með klisjum og einnar línu bröndurum Hollywood-hasarmynda tíunda áratugarins sem er staðfært og hins vegar af vísunum í íslenska samtíma-dægurmenningu," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar í Lestinni á Rás 1.
"Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðardans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin", segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu.
Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: "Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru."
"Grunnupplegg er ekki galið fyrir glæpasögu en fátt gengur upp í framkvæmd hennar," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðsumsögn sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.
"Skemmtileg og falleg mynd sem er merkilegur vitnisburður um fólk og kynslóðina sem það tilheyrir," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu um Hálfan álf Jóns Bjarka Magnússonar.
"Myndin er nógu forvitnileg og öðruvísi til að fyrirgefa annmarka hennar," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn sinni um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í Morgunblaðinu.
Heimildamyndin Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur er komin aftur í sýningar í Bíó Paradís. Á dögunum birti Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Morgunblaðsins umsögn um myndina og gaf henni þrjár og hálfa stjörnu.
"Fráhvarf frá fyrri verkum leikstjórans og færir tráma og fjölskylduharm inn í hlýjan yl Hveragerðiskrúttsins en vandasamt er ná slíkri blöndu réttri," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðið um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.
Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.
"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.