Friðrik Þór Friðriksson stefnir á tökur á nýrri mynd sinni Drepum skáldið (Kill the Poet) á haustmánuðum. Myndin fjallar um forboðið samband skáldsins Steins Steinarrs og málarans Louisu Matthíasdóttur á fimmta áratug síðustu aldar.
Nýtt verkefni Marteins Þórssonar, bíómyndin Una (Recurrence), hefur fengið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Marteinn skrifar handritið ásamt Óttari Norðfjörð.
Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.
Spænsku leikkonurnar Geraldine Chaplin og Angela Molina munu koma fram í kvikmynd Katrínar Ólafsdóttur, The Wind Blew On, sem í fyrra hlaut Eurimages Lab verðlaunin í Haugasundi. Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi er einnig komin að verkefninu, sem verið hefur í tökum í um sex ár.
Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.
Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki (Duo Productions) er meðframleiðandi ítölsk/íslensku kvikmyndarinnar Life Runs Over You í leikstjórn Paolo Sassanelli, sem tekin verður upp að hluta hér á landi í sumar. Verkefnið fékk á dögunum styrk frá Eurimages sem nemur um 19 milljónum króna. Auk Guðrúnar koma Helga Stefánsdóttir búningahönnuður og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld að verkinu í lykilpóstum.
Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.
Hverju sinni er fjöldi verkefna á mismunandi stigum vinnslu í bransanum, ekki síst á hugmynda- og skriftarstiginu, sem ástæðulaust er að fjalla um fyrr en þau eru komin á framkvæmdastigið. Þó langar mig að gera örlitla undantekningu nú, segir Ásgrímur Sverrisson.
Myndin segir af Þór og Denna sem leggja af stað í leiðangur um Suðurlandið í leit að tóbaki en allt tóbak í borginni er uppurið vegna verkfalls opinberra starfsmanna.