Heimildamyndin Endurgjöf eftir Einar Þór Gunnlaugsson fer í almennar sýningar 1. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís. Myndin segir frá kennaraverkföllum á Íslandi frá 1977 til 1995.
Heimildamyndin Korter yfir sjö verður frumsýnd 9. september í Bíó Paradís. Myndin segir frá verkfallinu 1955 í Reykjavík sem var eitt harðvítugasta verkfall í sögu landsins.
Heimildamyndin Korter yfir sjö, um eitt hið lengsta og harðvítugasta verkfall í sögu landsins, verkfall 12 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1955, er nú í undirbúningi. Passport miðlun framleiðir.
Heimildamyndin Ljósmál eftir Einar Þór Gunnlaugsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. nóvember, en almennar sýningar hefjast daginn eftir. Myndin er um sögu vita á Íslandi.
Mirgorod, í leit að vatnssopa eftir Einar Þór Gunnlaugsson hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn heimildamyndar á Global India International Film Festival sem fram fór í mars síðastliðnum. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og jafnframt fyrsta hátíðin sem myndin er sýnd á.
Einar Þór Gunnlaugsson sýnir heimildamynd sína Mirgorod, in search for a sip of water í Bíó Paradís dagana 27.-28. janúar næstkomandi. Myndin, sem er 50 mínútur, lýsir sögu og andrúmslofti þessarar úkraínsku borgar.
Kitla heimildamyndarinnar Ljósmál hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin fjallar um sögu vita á Íslandi og er stjórnað af Einari Þór Gunnlaugssyni. Dúi J. Landmark er framleiðandi og Kristján Sveinsson skrifar handrit. Von er á myndinni í haust.
Heimildamyndin Andlit norðursins eftir Magnús Viðar Sigurðsson, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.
Sjö íslenskar heimildarmyndir verða sýndar á Poltava Film Festival sem fram fer dagana 26. til 29. maí n.k. í Úkraínu. Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er einn aðstandenda hátíðarinnar.
Ljósmál ehf. vinnur um þessar mundir að gerð heimildamyndar um sögu íslenskra vita. Myndin er unnin í samstarfi við hið Íslenska vitafélag með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndarstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson og Dúi J. Landmark framleiðir ásamt Sigurbjörgu Árnadóttur. Handritshöfundur er Kristján Sveinsson sagnfræðingur. Á meðal bakhjarla myndarinnar eru einnig RÚV og Vegagerðin.
Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, sem einnig hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun, leggur á Fésbókarsíðu sinni útaf viðtali við Ágúst H. Einarsson prófessor í þættinum Samfélagið á Rás 1 RÚV þar sem Ágúst ræðir meðal annars um Björk Guðmundsdóttur og segir gríðarleg verðmæti fólgin í menningu, margir listamenn séu vel metnir í útlöndum og það beri að nýta. Viðtalið við Ágúst má hlusta á hér. Einar er gagnrýninn á verk Ágústar sem meðal annars hefur skrifað bók um Hagræn áhrif kvikmyndalistar og lesa má hér.
Einar Þór Gunnlaugsson vinnur nú að heimildamyndinni Mirgorod sem segir frá lífinu í samnefndri smáborg í Úkraínu.Myndina vinnur hann með úkraínska myndlistarmanninum Oleg Mingalev og er stuðnings við verkefnið leitað á Karolina Fund.