Myndin var valin besta leikna mynd hátíðarinnar og leikkonan Arna Magnea Danks hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hlaut einnig sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd fyrir handritið.
Þetta kemur fram í Variety og þar er haft eftir Örnu Magneu: „Það er ekki á hverjum degi sem transkona eins og ég fær verðlaun. Ég þakka leikstjóra mínum og mótleikara og öllum þeim sem tóku þátt í að skapa þetta listaverk, sem er einstakt ekki bara fyrir Ísland heldur allan heiminn.“
Framleiðendur myndarinnar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp fyrir Kvikmyndafélag Íslands/Kisa.