Í ágúst frumsýnir FX og Hulu/Disney Plus stórseríuna Alien: Earth, nýjustu útgáfuna úr hinu kunna Alien-heimi. Ugla leikstýrir tveimur þáttum seríunnar, undir stjórn framleiðandans og höfundarins Noah Hawley (Fargo, Legion) og er þar með ein fárra íslenskra leikstjóra sem stýrt hafa verkefnum af þessari stærðargráðu. Ugla hefur áður leikstýrt þáttum í þáttaseríunum Hanna (Amazon Prime) og The Power (Amazon Studios).
Nýlega kom út stikla fyrir Alien: Earth þættina og má sjá hana hér að neðan.
Í byrjun september verður kvikmyndin Eldarnir frumsýnd, en hún byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Ugla leikstýrir myndinni sem fjallar um Önnu Arnardóttur, einn fremsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tveimur hamförum í einu: eldgosi sem ógnar öryggi almennings og ástarsambandi sem gæti lagt hjónaband hennar í rúst.
Myndin hefur selst vel víða um heim að sögn Grímars Jónssonar framleiðanda.