SÍK fagnar breytingum á kvikmyndalögum en leggur áherslu á að fé fylgi nýjum styrkjaflokki þáttaraða

Í umsögn sinni um frumvarp til breytinga á kvikmyndalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, fagnar SÍK frumvarpinu en það heimilar meðal annars nýjan flokk framleiðslustyrkja til lokafjármögnunar á gerð leikinna sjónvarpsþáttaraða.

Undanfarin ár hefur SÍK í málflutningi sínum lagt áherslu á mikilvægi þess að auka við stuðning við framleiðslu sjónvarpsþáttaraða ásamt því að styrkja samkeppnisstöðu sjálfstæðra framleiðenda. SÍK lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að nýjum styrkjaflokki fylgi fjárheimildir til þess að nýr styrkjaflokkur gangi ekki á önnur verkefni innan sjóðsins.

Segir í umsögninni:

SÍK fagnar frumvarpinu en það heimilar m.a. nýjan flokk framleiðslustyrkja til lokafjármögnunar á gerð leikinna sjónvarpsþáttaraða. Undanfarin ár hefur SÍK Í málflutningi sÍnum lagt áherslu á mikilvægi þess að auka við stuðning við framleiðslu sjónvarpsþáttaraða ásamt þvÍ að styrkja samkeppnisstöðu sjálfstæðra framleiðenda.

Mikilvægt er að til staðar sé kerfi sem annar hröðu þróunar- og fjármögnunarferli ört vaxandi verkefna í sjónvarpsgerð. SÍK hefur jafnframt talað fyrir þvÍ að slÍkt kerfi skuli byggt að fyrirmynd Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins með það að markmiði að ýta undir framleiðslu, sölu og dreifingu leikinna sjónvarpsþáttaraða.

Í því samhengi vill SÍK leggja áherslu á mikilvægi þess að nýjum styrkjaflokki fylgi fjárframlög. Þannig er nauðsynlegt að tryggð verði heimild til hækkunar á fjárlögum til Kvikmyndasjóðs til þess að nýr styrkjaflokkur teljist raunhæfur. Að óbreyttu gengur nýr styrkjaflokkur á önnur verkefni innan sjóðsins.

Alla jafna er það mat SÍK að efnistök frumvarpsins hvað varðar nýjan styrkjaflokk afar jákvætt skref sem tekur mið af knýjandi þörf innan greinarinnar. Fagnar því SÍK tilkomu þessa frumvarps og telur mikilvægt að það nái fram að ganga.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.

HEIMILDSÍK
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR