Samtök kvikmyndaleikstjóra (SKL) hafa auglýst eftir umsóknum um IHM greiðslur fyrir árið 2021. Skilafrestur umsókna er til 7. júní 2022.
Kvikmyndaleikstjórum gefst kostur á að sækja um greiðslur úr IHM-sjóði ár hvert, óháð félagsaðild. Félagsmenn veita SKL alfarið umboð til að innheimta IHM-greiðslur og er félagsmönnum því ekki heimilt að sækja greiðslur úr IHM sjóði í gegnum önnur innlend fagfélög vegna leikstjórnar. Meðlimum SKL er hins vegar heimilt að sækja um úthlutun úr IHM sjóðum annarra fagfélöga vegna annarra starfa en leikstjórnar, t.d. fyrir handritaskrif, framleiðslu og svo framvegis.
Önnur félög kvikmyndagerðarmanna sem veita IHM greiðslur eru FK og SÍK. Auk þess veitir Rithöfundasamband Íslands slíkar greiðslur vegna handrita leikinna mynda sem og Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna, til höfunda heimildamynda.
Umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur eru aðgengilegar á vef SKL.