Viðhorf | Stutt ádeila eða ábending

Jón Hermannson framleiðandi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri við klippingu á Landi og sonum. Myndin birtist í Vísi vorið 1980.

Jón Hermannsson fyrrum kvikmyndaframleiðandi og yfirmaður tæknideildar Sjónvarpsins, hefur sent Klapptré stutta hugleiðingu um hljóð í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni. Jón var einn af brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiddi meðal annars Land og syni, Útlagann, Nýtt líf og Skammdegi.

Jón skrifar:

Það hefur orðið mikil og jákvæð breyting á framleiðslu íslensks leikins efnis í sjónvarpi. Vil þá  serstaklega nefna framhaldsþætti sem eru alveg á borð við sambærilegt sjónvarpsefni frá stórþjóðum. Ég hef þó rekið mig á eitt vandamál sem oft og tíðum getur dregið úr ánægju með að horfa á þessa íslensku þættti. Það er að all oft fer talaður text í samtals atriðin forgöðum sérlega í dimmum  og hægum atriðum þar sem sjaldnast er hægt að fylgjast með varahreifingum sem gæti hjálpað. Tekið skal fram að ég er orðinn nokkuð genginn, er áttræður en samt með all góða heyrn. Ég hef velt því fyrir mér að talaður texti í erlendum þáttaröðum truflar mig ekki og að hluta til vegna þess að erlenda efnið er líka sett fram í neðanmálstexta.

Að mínum dómi er þetta vandamál leysanlegt.

Ég þekki nokkuð vel til framleiðsluferlis kvikmynda og sjónvarpsþátta og ætla að setja fram nokkrar skoðanir sem hjálpað gætu til.

Í fyrsta lagi eru leikstjórar, klipparar og hljóðblöndunarmenn orðnir samdauna textanum, búnir að sjá atriðin jafnvel mörg hundruð sinnum í vinnu ferlinu og þekkja textann út og inn og taka ekki eftir framsögninni eða styrkleika talaðaðs máls.

Í öðru lagi hafa tæknilegar framfarir í tækjabúnaði valdið því að næmnin er orðin ótrúleg. Hugsanlega væri ráð að notast við lélega eða gamla hátalara eða jafnvel að skoða loka framleiðsluna í opnu rými eins og í stofunni heima fyrir loka afgreiðslu.

Í þriðja lagi. Framsögn og þvoglumælska hefur farið versnandi í áranna rás og er þetta svo með flest tungumál, styttingar orða og linmælgi bæta lítið um. Kvenraddir sem liggja oftast á hærri tíðni eða tónsviði en karlaraddir verða óskýrar. Það er nú því miður svo að líkaminn hrörnar með aldri og ekki hvað síst heyrnin. En efri hluti tíðni eða hlóðnæmi versnar nokkuð stöðugt með hækkandi aldri þó að mismunandi sé eftir erfðamengi.

Mín tillaga er sú að sjónvarpsstöðvar sem setja fram leikið íslenskt sjónvarpsefni geri sér grein fyrir þeim mun að horfa á kvikmyndir eða annað leikið efni í myrkvuðum sal með hágæða hljómtækjum.

Að leggja sig fram um að lagfæra það sem hægt er að laga og tækniskoðun fagmanna ætti að nægja til að bæta þennan slæma galla ef ekki er notast við heyrnartól.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR