HeimFréttirStuttmyndin "Þrír menn" verðlaunuð í Rúmeníu

Stuttmyndin „Þrír menn“ verðlaunuð í Rúmeníu

-

Rammi úr stuttmyndinni Þrír menn.

Þrír menn, útskriftarmynd Emils Alfreðs Emilssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands, hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta handritið á ISFF Cinemaiubit hátíðinni í Rúmeníu sem er skólamyndahátíð, vottuð af CILECT, alþjóðlegum samtökum kvikmyndaskóla.

Myndin var upphaflega frumsýnd á síðustu RIFF hátíð og var einnig sýnd á Northern Wave og fleiri hátíðum.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR