Heim Fréttir Þessar myndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Þessar myndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

-

Hjartasteinn.

Tilkynnt hefur verið um þær fimm myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þær eru allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd.

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru:

Finnland: Little Wing (á frummáli: Tyttö nimeltä Varpu) í leikstjórn Selma Vilhunen (leikstjóri, handrit) Framleiðendur: Kai Nordberg, Kaarle Aho.

Danmörk: Parents (á frummáli: Forældre) í leikstjórn Christian Tafdrup (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Thomas Heinesen.

Ísland: Hjartasteinn (enskur titill: Heartstone) í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar (leikstjóri, handrit). Framleiðendur: Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

Noregur: Hunting Flies (á frummáli: Fluefangere) í leikstjórn Izer Aliu (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Khalid Maimouni.

Svíþjóð: Sami Blood (á frummáli: Sameblod) í leikstjórn Amanda Kernell (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Lars G. Lindström.

Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.

Louder Than Bombs í leikstjórn Joachim Trier hlaut verðlaunin árið 2016, en tvisvar sinnum hafa verðlaunin verið veitt íslenskum kvikmyndum, 2014 (Hross í oss) og 2015 (Fúsi).

Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.