spot_img

“Hrútar” með 11 Eddur, “Ófærð” með þrjár

Allir verðlaunahafar á sviðinu í gærkvöldi.
Allir verðlaunahafar á sviðinu í gærkvöldi.

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut alls 11 Edduverðlaun á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi, þar á meðal sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, aðalhlutverk karla, aukahlutverk karla, kvikmyndatöku og klippingu. Alls var myndin tilnefnd til 13 verðlauna. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hlaut þrjár Eddur; fyrir leikið sjónvarpsefni ársins, tónlist og brellur. Serían hlaut fjórar tilnefningar.

Leikkonur ársins í aðal- og aukahlutverkum komu báðar úr sjónvarpsþáttaröðinni Réttur (8 tilnefningar), þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir. Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins og stuttmyndin Regnbogapartý og heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki.

Þá hlaut þátturinn Ævar vísindamaður í umsjá Ævars Þórs Benediktssonar og Eggerts Gunnarssonar, tvenn verðlaun; sem barnaefni ársins og sem lífstílsþáttur ársins.

Ragna Fossberg, sem ber með sanni réttnefnið förðunarmeistari Íslands, hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.

Kynnir Eddunnar var grínleikkonan Anna Svava Knútsdóttir.

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni: 

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS

Ævar vísindamaður 

BRELLUR ÁRSINS

Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX – Ófærð 

BÚNINGAR ÁRSINS

Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir – Hrútar

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS

Kastljós

GERVI ÁRSINS

Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Hrútar

HANDRIT ÁRSINS

Grímur Hákonarson – Hrútar

HEIMILDAMYND ÁRSINS

Hvað er svona merkilegt við það?

HLJÓÐ ÁRSINS

Huldar Freyr Arnarsson og Björn Viktorsson – Hrútar

KLIPPING ÁRSINS

Kristján Loðmfjörð – Hrútar

Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur Hrúta, kátur með Eddu.
Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur Hrúta, kátur með Eddu.

KVIKMYND ÁRSINS

Hrútar

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS

Sturla Brandth Grövlen – Hrútar

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Sigurður Sigurjónsson – Hrútar

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Theodór Júlíusson – Hrútar

Ófærðarteymið Eddan 2016 baksviðs
Ófærðarteymið fagnar Eddu. Frá vinstri: Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi, Sigurjón Kjartansson handritshöfundur, Óskar Þór Axelsson leikstjóri, Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi, Bergsteinn Björgúlfsson tökumaður, Börkur Sigþórsson leikstjóri, Sindri Kjartansson framleiðslustjóri og Baldvin Z leikstjóri.

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS

Ófærð

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – Réttur

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Birna Rún Eiríksdóttir – Réttur

LEIKMYND ÁRSINS

Bjarni Massi Sigurbjörnsson – Hrútar

LEIKSTJÓRN ÁRSINS

Grímur Hákonarson – Hrútar

LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS

Ævar vísindamaður

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS

Öldin hennar

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS

Helgi Seljan

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS

Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár

STUTTMYND ÁRSINS

Regnbogapartý

TÓNLIST ÁRSINS

Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers – Ófærð

Ragna Fossberg með heiðursverðlaun Eddunnar. Hún tók skýrt fram við afhendinguna að hún væri rétt að byrja.
Ragna Fossberg með heiðursverðlaun Eddunnar. Hún tók skýrt fram við afhendinguna að hún væri rétt að byrja.

HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR 2016

Ragna Fossberg

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR