Eddan: Frestur til innsendinga til 7. janúar

eddustytta_forsidumynd0003Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2016 sem haldin verður um mánaðamótin febrúar/mars. Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti fimmtudaginn 7. janúar, 2016. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. desember 2015.

Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar en þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig staðið er að innsendingu verka.

Breytingar á reglum Eddunnar

Fagráð Eddunnar samþykkti í haust að atkvæði valnefnda (þ.e. niðurstöður úr starfi valnefnda) gildi 50% á móti atkvæðum meðlima ÍKSA í endanlegri kosningu á milli tilnefndra verka um Edduverðlaunin. Áður var slík regla aðeins í gildi í tilviki fagverðlauna Eddunnar.

Sjá nánar um reglur Eddunnar.

Kjörskrá Eddunnar

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 4. febrúar 2016 þegar valnefndir Eddunnar hafa lokið sínum störfum og mun kosning Akademíumeðlima hefjast nokkrum dögum síðar.

Kjörgengi hafa allir þeir sem greitt hafa aðildargjöld Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA fyrir árið 2016 en greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka Akademíumeðlima í byrjun janúar.

Þeir sem enn hafa ekki greitt aðildargjaldið fyrir núverandi ár, þ.e. 2015 eru ennþá inni á félagaskrá ÍKSA og gefst kostur á að greiða gjaldið til 31. desember nk. Eftir þann tíma dettur greiðsluseðillinn út úr heimabankanum, félagaskráin verður hreinsuð og þeir sem ekki hafa greitt gjöldin þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, óski þeir þess að ganga aftur í Akademíuna.

Sjá nánar um félagaskrá ÍKSA og kjörskrá ÍKSA.

Fyrirspurnir sendist til Brynhildar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Edduverðlaunanna á netfangið eddan@eddan.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR