Stúdíó Sýrland og Tækniskólinn bjóða uppá nám í kvikmyndatækni

nám í kvikmyndatækniTækniskólinn, í samstarfi við Stúdíó Sýrland, býður uppá nýtt nám í kvikmyndatækni á vorönn 2016. Innritun lýkur 8. janúar.

Á vef Tækniskólans er fjallað um námið og þar segir meðal annars:

Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, við undirbúning, tökur og eftirvinnslu. Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn er m.a. skipaður fagfólki úr kvikmyndabransanum.

Hver og einn nemendahópur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki, þar sem allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Hvort sem um er að ræða tökumenn, klippara, ljósamenn og grippara, þá fá nemendur að kynnast „hands on“ vinnu við hvert skref.

Framleiðslan felur í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.

Lengd náms er fjórar annir og útskrifast nemendur með diplóma í kvikmyndatækni. Námsskipulag má skoða hér.Inntökuskylirði eru 60 einingar á framhaldsskólastigi. Reynsla úr atvinnulífinu er einnig metin við innritun.

Skólagjöld eru 295.000 pr. önn.  Nemendafjöldinn í hverjum árgangi verður takmarkaður.

Sjá nánar hér: Kvikmyndatækni | Upplýsingatækniskólinn | Skólar | Tækniskólinn – Skóli atvinnulífsins

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR