RÚV óskar eftir umsóknum um styrki til handritsgerðar leikinna þáttaraða

RÚV húsiðRÚV hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til handritsgerðar frumsaminna leikinna sjónvarpsþátta. Styrkirnir verða veittir úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen við Ríkisútvarpið.

Í umsóknarbréfi skal koma fram:

1) lýsing á verkinu (synopsis),
2) atriði úr verkinu (5-7 bls. að lengd),
3) ferilskrá handritshöfundar.

Hægt er að sækja um styrk úr sjóðnum með því að senda umsókn merkta Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen, á skrifstofu útvarpsstjóra, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, eða með tölvupósti á leiklistarsjodur@ruv.is. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2015 og RÚV hvetur bæði konur og karla til að sækja um styrkina, en einnig er auglýst eftir handritum að frumsömdum útvarpsleikritum.

Umræddur sjóður var stofnaður að frumkvæði Félags íslenskra leikara til heiðurs Þorsteini Ö. Stephensen leikara í tilefni af 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Tilgangurinn með sjóðnum er að stuðla að eflingu íslenskrar leiklistar í Ríkisútvarpinu. Að þessu sinni er auglýst eftir handriti að frumsömdu útvarpsleikriti og handriti að frumsömdu leiknu sjónvarpsefni. Styrkirnir eru greiðsla upp í höfundarlaun vegna flutnings í miðlum Ríkisútvarpsins.

Sjá nánar hér: Menningarviðurkenningar RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR