Illugi: Markmiðið skiptir máli, ekki leiðirnar

"Ég held til dæmis að það hafi verið ekki verið rétt að hækka framlagið svona mikið eins og gert var á síðasta ári og með afmörkuðum tekjustofnum sem ljóst var að myndu verða bæði umdeildir og óljósir. Betra er að byggja upp stuðning jafnt og þétt og eftir einhverskonar langtímaplani. Við getum ábyggilega fundið sameiginlega lendingu þar, þó flóknara verði að ná sátt um hversu hröð sú uppbygging verði."

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist í viðtali við Vísi vera opinn fyrir öllum hugmyndum sem lúta að því að fá fleiri konur í kvikmyndagerð og hefur beðið Kvikmyndaráð að vinna hugmyndir um útfærslu á málinu.

Illugi mun taka þátt í opnu málþingi sem RIFF stendur fyrir í Tjarnarbíói á morgun fimmtudag kl. 17 undir yfirskriftinni „Er kynjakvóti málið?“

„Ég hef fylgst vel með þessari umræðu eftir að Baltasar lagði það til að koma á kynjakvóta í kring um fjármagn til kvikmyndagerðar,“ segir Illugi.

„Aðalatriðið er að við verðum fyrst sammála um það að við getum ekki bara sagt að þetta eigi að lagast á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Ég held að við þurfum að ná betri árangri en það. Hvort sem menn gera það með kynjakvótum eða einhverjum öðrum aðgerðum sem ná þessu markmiði þá er það ekki aðferðin sem skiptir máli. Það sem skiptir máli er það að það er augljóst misvægi á milli karla og kvenna í kvikmyndagerð. Það er markmiðið sem skiptir máli, ekki leiðirnar,“ segir Illugi.

Menntamálaráðuneytið hefur sent Kvikmyndaráði bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum um útfærslu á málinu. Hann segir að umræða um næstu skref og málþingið á morgun sé mikil­vægur liður í því.

Á málþinginu munu einstaklingar úr bransanum og stjórnsýslunni koma saman og ræða hugmyndir um kynjakvóta í kvikmyndaiðnaðinum og hlut kvenna í kvikmyndageiranum.

Sjá nánar hér: Hefur óskað eftir útfærslum

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR