Heimildamyndin „Ferðin heim“ frumsýnd á Ströndum

María Guðmundsdóttir ljósmyndari gerir Ferðina heim.
María Guðmundsdóttir ljósmyndari gerir Ferðina heim.

Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi er ný íslensk heimildamynd sem verður frumsýnd í félagsheimili Árneshreppsbúa í Árneshreppi á Ströndum, föstudaginn 1. maí kl. 20.  Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, sem alin er upp í þessum afskekktasta hreppi landsins, áhorfendur inn í daglegt líf og störf fólksins í hreppnum.

María kvikmyndaði meginhluta myndarinnar á árunum 2009 – 2014. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, tók flest viðtölin og Anna Dís Ólafsdóttir gerði handritið.  Heimildamyndin var m.a. styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands en hún er framleidd af Bláus Art og Profilm.

Sjá má brot úr myndinni hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR