“Webcam” væntanleg í júlí, plakat opinberað

Webcam poster

Kvikmyndin Webcam er væntanleg í kvikmyndahús um miðjan júlí. Plakat myndarinnar hefur nú verið opinberað.

Þetta er gamanmynd um unga stúlku sem byrjar að hátta sig fyrir framan vefmyndavél. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson, Magnús Thoroddsen Ívarsson er framleiðandi. Anna Hafþórsdóttir fer með aðalhlutverk.

Facebook-síða myndarinnar er hér og að neðan má sjá kitlu myndarinnar sem framleiðendur hafa sent frá sér. Stikla er væntanleg í næstu viku.

Sena dreifir myndinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR