„Bannað að vera fáviti“ og „Jurek“ opnunarmyndir Reykjavík Shorts & Docs í ár

Úr Jurek.
Úr Jurek.

Reykjavík Shorts & Docs opnar með tveimur ólíkum heimildamyndum í Bíó Paradís kl. 20 fimmtudaginn 9. apríl.

Heimildamyndin Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er önnur opnunarmyndin. Einu sinni á ári fyllist, hinn annars rólegi bær, Neskaupstaður af þungarokkurum sem mæta á Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins. Þó að hátíðin, sem nú er haldin í tíunda sinn, sé lítil á alþjóðlega vísu hafa margar af stæstu þungarokkssveitum heims spilað fyrir gesti hátíðarinnar. Bannað að vera fáviti verður sýnd fimmtudaginn 9.apríl kl. 20 í Bíó Paradís. Stjórnandi myndarinnar, Hallur Örn Árnason, mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu myndarinnar.

Hin opnunarmyndin er pólska heimildamyndin Jurek. Þann 24. október 1989 lést fjallgöngumaðurinn Jerzy Kukuczka þegar hann var að klifra fjallið Lhotse í Himalayafjöllum. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór til Himlayja fjallanna að klífa fjöll með nægan pening, almennilegan búnað og heimsfrægð í farteskinu. Jurek fjallar um mann sem fór úr því að vera verkamaður yfir í heimsfrægan fjallgöngugarp sem kleif hæstu tinda heims með heimagerða fjallgöngubúnaðinn sinn. Þetta er áhugaverð portrait heimildamynd um Jerzy og gefur innsýn í pólska fjallgöngumannasamfélagið á 9.áratugnum.

Stjórnandi myndarinnar, Pawel Wysoczanski, fékk verðlaun í flokknum Besta heimildamyndin í flokki nýliða á Reykjavík Shorts & Docs árið 2012 fyrir mynd sína We will be happy one day og fékk hann Canon DSLR 7D body frá Canon-Nýherja í verðlaun. Það er ánægjulegt að nú þremur árum síðar er hann aftur gestur RS&DF, en Jurek er fyrsta heimildamynd Pawels í fullri lengd. Pawel mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu myndarinnar fimmtudaginn 9.apríl kl. 20.

Upplýsingar um allar myndir hátíðarinnar og sýningartíma má finna á  shortsdocsfest.com og í dagskrárbæklingi hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR