Heimildamyndin „Íslenska krónan“ frumsýnd í Bíó Paradís 7.mars

Íslenska krónanHeim­ild­ar­mynd­in Íslenska krón­an verður frum­sýnd í Bíói Para­dís 7. mars næst­kom­andi. Stjórnandi myndarinnar er Garðar Stef­áns­son hag­fræðing­ur en hann skrifaði einnig hand­ritið ásamt Atla Bolla­syni bók­mennta­fræðingi.

Morgunblaðið fjallar um málið og ræðir við Garðar:

„Hag­fræðin er oft þurr upp­taln­ing á orðum og staðreynd­um sem fæst­ir hafa leitt hug­ann að og þess vegna þótti mér upp­lagt að fá bók­mennta­fræðing að verk­efn­inu til að horfa á það úr ann­arri átt. Við köll­um þetta galla­buxna­hag­fræði. Þeir sem tala um og út­skýra hag­fræði eru oft­ast nær í jakka­föt­um en við erum bara í galla­bux­un­um og út­skýr­um málið fyr­ir fólki á sama plani,“ seg­ir Garðar.

„Við leggj­um upp með hlut­leysi og tök­um ekki sjálf­ir af­stöðu með eða á móti ís­lensku krón­unni.

Á hinn bóg­inn leiðum við fram fjöl­mörg sjón­ar­mið og töl­um við fólk sem hef­ur fast­mótaðar skoðanir. Stjórn­mála­menn, hag­fræðinga, heim­spek­inga, fólk í at­vinnu­líf­inu, sjó­menn, bænd­ur og fólkið á göt­unni. Það gleym­ist stund­um að al­menn­ing­ur hef­ur líka skoðanir. Þá er í mynd­inni sögumaður sem út­skýr­ir hag­fræðileg hug­tök og annað slíkt á afar aðgengi­leg­an hátt. Þessi mynd fjall­ar fyrst og fremst um krón­una sem sam­fé­lags­legt fyr­ir­bæri,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Krónan klædd í gallabuxur – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR