spot_img

Ertu bíóskæruliði?

SkærumyndirKlapp kvikmyndafélag, samvinnufélag kvikmyndagerðarfólks, blæs til skærumyndaverkefnis í vor, í annað sinn. Verðandi og núverandi kvikmyndagerðafólk sem hefur áhuga á að gera eigin stuttmynd fær ýmiskonar stuðning við framleiðsluna.

Klapp leggur þáttakendum til:

1) Afnot af grunn búnaði til kvikmyndagerðar

– Myndavél, hljóðbúnað, ljósa- og gripbúnað.

2) Aðstoð við framleiðslu

– Áætlunargerð á tíma- og kostnað, auk ráðgjafar á öðrum sviðum

3) Aðgengi að handrita- og þróunarsmiðju til að koma verkefninu áfram, ásamt tækja og tæknikynningum.

4) Tengslanet við aðra kvikmyndagerðamenn

Skærumyndir miða að að gefa fólki ramma og tækifæri til að framleiða myndir í samfélagi við annað kvikmyndagerðarfólk. Verkefnið er opið reyndari aðilum í greininni sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nauðsynlegt er að þátttakendur búi yfir nægjanlegri reynslu og sjálfstæði til að framkvæma eigið verkefni, en að öðru leyti eru þeir sem ekki hafa mikil tengsl við “bransann” boðnir velkomnir.

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2015. Umsóknir skulu sendar á klapp@klapp.is. Tilgreinið nafn aðstandenda myndar og bakgrunn. Einnig skal senda stutta lýsingu á hugmynd eða handrit. Ekki er nauðsynlegt að handrit sé full mótað.

Verkefnið hefst í mars, og fer fram til maí, og verður hist vikulega á mánudagskvöldum. Stefnt er á frumsýningu mynda í byrjun júní.

5 verkefnum verður boðið að vera með að þessu sinni. Að taka þátt er ókeypis, en þátttakendur skuldbinda sig til að ljúka við gerð myndarinnar á meðan að á verkefninu stendur.

Sjá nánar hér: Klapp kvikmyndagerð » Archive » Skærumyndir 2015.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR