Saga | Þegar John Ford filmaði Ísland

Tökuteymi John Ford myndaði Ísland veturinn 1941-42.
Tökuteymi John Ford myndaði Ísland veturinn 1941-42.

John Ford, einn merkasti leikstjóri bandarískra kvikmynda á tuttugustu öld, er kunnastur fyrir vestra sína og má þar nefna Stagecoach, The Searchers, My Darling Clementine, Fort Apache, The Man Who Shot Liberty Valance og She Wore a Yellow Ribbon. Ford stýrði einnig margskonar öðrum myndum og má þar nefna How Green Was My Valley, The Quiet Man og The Grapes of Wrath eftir sögu John Steinbeck. Ford er og maðurinn sem gerði sjálfan John Wayne að stjörnu, en Wayne var eitt stærsta nafnið í Hollywood frá lokum fjórða áratugsins fram á þann áttunda og lék á þeim tíma í fjölda mynda Ford.

John Ford.
John Ford.

Í seinni heimsstyrjöldinni gekk John Ford í bandaríska flotann og var skipaður stjórnandi kvikmyndadeildar OSS (Office of Strategic Services, nokkurskonar fyrirrennari CIA). Sem slíkur gerði hann margar heimildamyndir um þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni og ýmsar hliðar hennar. Kunnastar þeirra eru The Battle of Midway (1942) og December 7th (1943), en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir báðar. Ford tók einnig þátt í innrásinni í Normandy og myndaði það sem fram fór með teymi sínu.

Svo skemmtilega vill til að Ford og teymi hans gerðu stutta mynd um Ísland veturinn 1941-42 og má sjá hana hér að neðan. Myndin er nokkurskonar kynning á Íslandi fyrir bandaríska hermenn og sýnir staðsetningu hernaðarmannvirkja ásamt vegum og flugvöllum.

Ekki er ljóst hvort Ford sjálfur hafi komið til landsins vegna myndatökunnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR