Eva Sigurðardóttir hefur sent frá sér pistil þar sem hún ræðir móttökur þáttaraðarinnar Vitjanir, sem hún leikstýrði og skrifaði handrit að ásamt Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur.
Tónlist úr þáttaröðunum Svörtu sandar og Vitjanir er komin á streymisveitur. Pétur Jónsson semur tónlist fyrir fyrrnefndu seríuna en Ragnar Ólafsson fyrir þá síðarnefndu.
Sýningum á þáttaröðinni Vitjanir í leikstjórn Evu Sigurðardóttur er lokið á RÚV. Af einhverjum ástæðum hefur enginn fjölmiðill enn séð ástæðu til að birta umsögn um þættina en leiklistargagnrýnandinn kunni, Jón Viðar Jónsson, skrifar um þá á Facebook síðu sinni.
„Ég man að Kolbrún sagði: Þessi sería verður ekki um drauga sko,“ segir Vala Þórsdóttir annar handritshöfundur sjónvarpsþáttanna Vitjana sem hófu göngu sína á RÚV á páskadag. Þær Kolbrún Anna Björnsdóttir áttu þó þrátt fyrir fyrri áætlanir eftir að sökkva sér í rannsóknarvinnu á bæði vísindum og spíritisma. Úr varð saga þessara tveggja heima sem mætast í skáldaða smábænum Hólmafirði. Rætt var við þær í hlaðvarpinu Með Vitjanir á heilanum á RÚV.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.
Cineuropa fjallar um þáttaröðina Vitjanir sem kynnt verður á yfirstandandi Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi. Sýningar hefjast á verkinu á RÚV um næstu páska.
RÚV hefur kynnt væntanlega vetrardagskrá sína í nýrri stiklu. Meðal efnis í vetur verða þrjár íslenskar þáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og þriðja syrpa Ófærðar.
Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.