HeimEfnisorðTvíliðaleikur

Tvíliðaleikur

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þóranna Sigurðardóttir á lista Vimeo yfir kvenleikstjóra sem vert er að fylgjast með

Stuttmyndir Nönnu Kristínar Magnúsdóttir (Tvíliðaleikur) og Þórönnu Sigurðardóttur (Zelos) er báðar að finna á sérstökum 74ra mynda lista Vimeo efnisveitunnar sem tileinkaður er kvenleikstjórum sem vert er að fylgjast með. Listinn var gerður í tilefni Alþjóðadags kvenna þann 8. mars síðastliðinn.

Nanna Kristín Magnúsdóttir ræðir „Tvíliðaleik“ á Canal Plus

Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur, var nýlega sýnd á frönsku stöðinni Canal+ og af því tilefni birtir stöðin stutt spjall við leikstjórann um myndina sem sjá má hér.

„Tvíliðaleikur“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur á iTunes

Hægt er að verða sér útí um stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleik, á iTunes. Myndin kallast Playing With Balls á ensku og er í úrvali stuttmynda frá síðustu Toronto hátíð.

Íslenskar kvikmyndir í fókus á Nordisk Panorama

Nordisk Panorama hátíðin hefst í Malmö á föstudag. Hátíðin safnar saman bestu stutt- og heimildamyndum ársins til þátttöku í keppni um bestu norrænu stuttmyndina og bestu norrænu heimildamyndina auk þess sem ýmislegt annað er á dagskrá. Sex íslenskar myndir taka þátt í keppninni og að þessi sinni er einnig sérstakur fókus á íslenska kvikmyndagerð.

Sex íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir taka þátt í Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 18.-23. september. Þær eru Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur, I Want to be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur, The Pride of Strathmoor eftir Einar Baldvin Árnason, Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir og Zelos eftir Þórönnu Sigurðardóttur.

„Tvíliðaleikur“ Nönnu Kristínar til Gautaborgar

Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur (Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.

Nanna Kristín Magnúsdóttir í viðtali við IndieWire um „Tvíliðaleik“

Nanna Kristín Magnúsdóttir frumsýndi stuttmynd sína Tvíliðaleikur á Toronto hátíðinni fyrr í mánuðinum, en myndin verður sýnd á RIFF auk þess sem margar aðrar hátíðir bíða. IndieWire (Women and Hollywood bloggið) ræddi við Nönnu nýlega.

„Vonarstræti“ og stuttmyndirnar „Tvíliðaleikur“ og „Sjö bátar“ keppa á Toronto

Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR