HeimEfnisorðÞórður Pálsson

Þórður Pálsson

Collider um THE DAMNED: Sker inn að beini

Chase Hutchinson hjá Collider hælir The Damned eftir Þórð Pálsson, en myndin var frumsýnd á Tribeca hátíðinni í New York í gær.

THE DAMNED sýnd væntanlegum kaupendum á Berlínarhátíðinni

Protagonist Pictures mun sýna væntanlegum dreifingaraðilum brot úr kvikmynd Þórðar Pálssonar, The Damned, á European Film Market í Berlín í vikunni.

Tökum lokið á THE DAMNED í leikstjórn Þórðar Pálssonar

Tökur á The Damned, fyrstu bíómynd Þórðar Pálssonar (Brot), fóru fram á Vestfjörðum og lauk í mars. Breska sölufyrirtækið Protagonist Pictures kynnir verkefnið á markaðnum í Cannes, en myndin er væntanleg undir lok árs.

Bíómynd Þórðar Pálssonar THE DAMNED fær fjármögnun frá Bretlandi

Bíómyndin The Damned í leikstjórn Þórðar Pálssonar hefur fengið 250 þúsund pund, eða tæpar 43 milljónir króna, frá UK Global Screen Fund sem fjármagnar evrópsk samframleiðsluverkefni.

BBC velur BROT meðal tíu bestu þáttaraða ársins

Þáttaröðin Brot eftir Þórð Pálsson, Davíð óskar Ólafsson og fleiri, er valin meðal tíu bestu þáttaraða ársins í Bretlandi á menningarsíðu BBC.

Þórður Pálsson ræðir um „Brot“

Þórður Pálsson ræðir við Fréttablaðið um þáttaröðina Brot sem hann er upphafsmaður að. Þættirnir eru nú í sýningum á RÚV en verða aðgengilegir á Netflix í mars.

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

„The Valhalla Murders“ og „Hvítur, hvítur dagur“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.

Fjórar íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir um bestu heimildamyndina á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem þrír nýliðar; Þórður Pálsson, Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar Brothers, I Can't Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen um titilinn Besta nýja norræna röddin.

Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson fá stuðning frá Nordic Genre Boost

Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson de Fleur fá styrki til að þróa verkefni sín frá Nordic Genre Boost, sérstöku átaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Styrkupphæðin nemur þremur milljónum króna á verkefni.

Stuttmyndin „Brothers“ verðlaunuð í Palm Springs

Brothers, útskriftarmynd Þórðar Pálssonar frá The National Film and Television School í Bretlandi, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Palm Springs Shortfest í Kaliforníu. Þórður er einnig á leiðinni á Nordic Talents með tvö verkefni.

Útskrifast frá NFTS og gerir samning við breska umboðsskrifstofu

Þórður Pálsson útskrifaðist á dögunum frá The National Film and Televsion School (NFTS) í Bretlandi með MA gráðu í leikstjórn. Hann hefur nú skrifað undir samning hjá bresku umboðsskrifstofunni Sayle Screen og vinnur nú að handriti sinnar fyrstu bíómyndar ásamt fyrrum samnemanda. Klapptré ræddi stuttlega við Þórð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR