HeimEfnisorðÞjónustusamningur 2020

Þjónustusamningur 2020

Menntamálaráðherra segir ótvírætt hvað sé sjálfstæður framleiðandi í nýjum þjónustusamningi

Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

RÚV verji 12% af útvarpsgjaldi til sjálfstæðra framleiðenda og meðframleiðslu samkvæmt nýjum þjónustusamningi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. 
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR