Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
HjartasteinnGuðmundar Arnars Guðmundssonar og Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach voru báðar verðlaunaðar á Transilvania International Film Festival sem fór fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu um helgina.
Sólveig Anspach vann til verðlauna á César verðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð franska kvikmyndabransans. Verðlaunin vann hún ásamt Jean-Luc Gaget fyrir besta frumsamda handrit fyrir fransk/íslensku kvikmyndina Sundáhrifin. Sólveig lést langt fyrir aldur fram árið 2015 eftir baráttu við krabbamein.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verkin eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungarog Ljósöld
Fjórar íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar voru á RIFF halda áfram í sýningum í Bíó Paradís. Þetta eru heimildamyndirnar Ransacked og InnSæi ásamt bíómyndunum Sundáhrifin og Pale Star.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach í Morgunblaðið í dag, en myndin er frumsýnd á RIFF en verður svo tekin til sýninga í Bíó Paradís. Hjördís gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir að í henni bjóðist "áhorfendum að flandra um með persónum í töfrandi söguheimi þar sem einlægar tilfinningar ráða för og duttlungafullt háttalag leiðir tíðum til spaugilegra árekstra."
Vefurinn No Film School birtir einlæga vídeó-hugleiðingu kvikmyndaunnandans Scout Tafoya um leikstýruna Sólveigu Anspach, en þau voru kunningjar. Sólveig lést í fyrra, en síðasta mynd hennar, Sundáhrifin, var verðlaunuð á nýliðinni Cannes hátíð.
Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director's Fortnight dagskránni.
Sundáhrifin, hin fransk/íslenska gamanmynd Sólveigar Anspach heitinnar, vann á föstudagskvöld til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Director‘s Fortnight dagskrárinnar á Cannes.
Jonathan Romney hjá Screen fjallar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach sem sýnd er á Cannes hátíðinni og segir hana viðkunnanlega en sérviskulega rómantíska kómedíu sem ekki sé allra en beri skýr einkenni höfundar síns.
Sundáhrifin, frönsk-íslensk kvikmynd Sólveigar Anspach heitinnar, var heimsfrumsýnd þann 17. maí á Cannes kvikmyndahátíðinni sem hluti af Director‘s Fortnight dagskránni og hlaut afar góðar viðtökur. Myndin var sýnd fyrir smekkfullum sal og að sýningu lokinni risu áhorfendur úr sætum sínum og veittu aðstandendum langt lófatak.
Hollywood Reporter fjallar um mynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin (L'Effet aquatique/The Together Project), sem nú er sýnd á Director's Fortnight í Cannes og segir hana afar sjarmerandi litla mynd.
Zik Zak kvikmyndir er meðframleiðandi að mynd Sólveigar heitinnar Anspach, Sundáhrifin (The Together Project), sem sýnd er á Director's Fortnight í Cannes. Zik Zak kynnir einnig verk Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem fer í tökur í september.
Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.