spot_img
HeimEfnisorðStúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Greining | Á fjórða hundrað hafa séð „Veðrabrigði“

Veðrabrigði, heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, sem frumsýnd var 26. nóvember í Bíó Paradís, hefur fengið ágæta aðsókn. Everest Baltasars verður líklega stærsta bíómynd ársins hér á landi og er komin yfir 200 milljónir dollara í tekjur á heimsvísu. Hrútar Gríms Hákonarsonar verður mest sótta íslenska kvikmyndin á árinu og Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum er stærsta heimildamynd ársins og einnig hin síðari ár, með yfir þrjú þúsund gesti.

Greining | Litlar breytingar á aðsókn

Litlar breytingar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi og Everest Baltasars áfram í því þriðja.

„Þrestir“ opnar í tíunda sæti, „Everest“ aftur á toppinn

Þrestir Rúnars Rúnarssonar eru í tíunda sæti á opnunarhelginni meðan Everest Baltasars snýr aftur í efsta sætið. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum gengur ágætlega.

Knúz um „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“: Druslur hernámsáranna. Hvað hefur breyst?

Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum eftir Ölmu Ómarsdóttur hefur vakið mikla athygli og hefur þurft að bæta við sýningum á myndinni í Bíó Paradís þar sem hún er sýnd við góða aðsókn. Ingunn Sigmarsdótir skrifar umsögn um myndina á Knúz.is og er mikið niðri fyrir.

Heimildamyndin „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ frumsýnd á morgun, stikla hér

Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: lauslæti og landráð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Sýningar verða síðan daglega á myndinni til 11. október. Alma Ómarsdóttir stýrir gerð myndarinnar sem lýsir þeirri afar ómannúðlegu meðferð sem svokallaðar "ástandsstúlkur" þurftu að sæta á sínum tíma.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR