HeimEfnisorðSkarphéðinn Guðmundsson

Skarphéðinn Guðmundsson

Skarphéðinn: Meira fé til ódýrari innlendra þáttaraða

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir Nordic Film and TV News að RÚV muni á næstunni verja meira fé til ódýrari þáttaraða sem beint sé að áhorfendum innanlands.

Skarphéðinn: Margt spennandi á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir við Nordic Film and TV News um helstu dagskráráherslur varðandi leikið efni og verkefnin framundan.

Skarphéðinn Guðmundsson: Margar sterkar þáttaraðir á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.

Kvikmyndastefnan til umfjöllunar í Nordic Film and TV News

Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.

Nordic 12, nýtt samstarf norrænu almannastöðvanna um eflingu leikins efnis og aukið dagskrárframboð

Útvarpsstjórar norrænu almannaþjónustumiðlanna fimm kynntu á dögunum „Nordic 12“ sem er nýtt samstarf um framleiðslu og sýningu leikins efnis á almannastöðvum Norðurlandanna. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir í spjalli við Klapptré að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun íslensks efnis sem og tryggja aðgengi þess á hinum Norðurlöndunum.

RÚV kynnir vetrardagskrána

RÚV hefur kynnt vetrardagskrána 2017-18. Tvær leiknar þáttaraðir verða á dagskránni og frumsýningum íslenskra bíómynda fjölgar. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri segir skort á fjármögnun há framleiðslu þáttaraða verulega.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.

Skarphéðinn Guðmundsson í viðtali um áherslur RÚV á leikið efni

Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins birtir viðtal við Skarphéðinn Guðmundsson í kjölfar Scandinavian Screening kynningarmessunnar sem fram fór hér á landi á dögunum. Þar ræðir Skarphéðinn um áherslur RÚV varðandi leikið efni og verkefnastöðuna.

X-faktorinn í íslensku sjónvarpsefni

Morgunblaðið fjallar um leikið íslenskt sjónvarpsefni og möguleika þess á alþjóðlegum markaði. Rætt er við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Davíð Óskar Ólafsson framleiðanda Fanga um stöðuna og horfur framundan.

Þið munið hann Derras

"Sjónvarp er menningarmiðill. Sjónvarp er þing. Sjónvarpið okkar hefur á liðnum árum verið og er enn leikhús, bíó, kappleikur, bókasafn, skóli, leikvöllur og samkomuhús. Sjónvarpið okkar er rödd lýðræðisþjóðar," segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

59% áhorf á lokaþætti „Ófærðar“ 

Rúmlega helmingur landsmanna horfði á línulega dagskrá á RÚV bæði á laugardags- og sunnudagskvöld, þegar Söngvakeppnin og lokaþættir Ófærðar voru á dagskrá. Þetta fer nærri því að vera mesta áhorf í heild yfir eina helgi síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV.

Tvöfaldur lokaþáttur „Ófærðar“ á sunnudag, stór sjónvarpshelgi framundan

Ákveðið hefur verið að ljúka sýningum á Ófærð næstkomandi sunnudagskvöld með því að sýna þá tvo síðustu þættina saman. „Við vildum verðlauna áhorfendur fyrir þessar frábæru viðtökur sem þáttaröðin hefur fengið með því að stytta biðina erfiðu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Skarphéðinn: RÚV getur lært margt af dönsku leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 að stofnunin verði að standa sig betur við framleiðslu á að leiknu innlendu efni. Rætt var við Skarphéðinn vegna pistils Friðriks Erlingssonar um leikna innlenda dagskrárgerð sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli.

Skarphéðinn Guðmundsson áfram dagskrárstjóri Sjónvarpsins

Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tilkynnti þetta á fundi í Efstaleiti rétt í þessu.

Þingmaður býsnast yfir nýjum sjónvarpsþætti

Segist ekki vita hvaðan 10 milljónir í verðlaunafé komi, en segir jafnframt að kostun sé ekki heimil á RÚV og það sé með ólíkindum ef nota eigi skattfé almennings með þessum hætti. Löngu ljóst að Íslandsspil útvegar verðlaunafé. Kostun heimil á RÚV til áramóta, eftir það gilda takmarkanir skv. nýjum lögum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR