Kvikmyndavefurinn Taste of Cinema hefur sett saman lista yfir 15 bestu performansa leikara af eldri kynslóð sem finna má í kvikmyndum gegnum tíðina. Sigurð Sigurjónsson má finna á listanum fyrir leik sinn í Hrútum, en aðrir stórleikarar á listanum eru meðal annars Tommy Lee Jones, Michael Caine, Jack Nicholson, Charlotte Rampling, Katherine Hepburn og Henry Fonda.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.
Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, aðalleikarar hinnar margverðlaunuðu kvikmyndar Hrúta, deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Palm Springs í Bandaríkjunum. Hrútar hefur því nýtt ár á sömu nótum og því síðasta, með sigri á virtri kvikmyndahátíð.
Sýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.
Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.
Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 25. september. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steindi Jr. og Tinna Sverrisdóttir.
Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.
Upptökur munu fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan. "Myndræn ákvörðun að taka myndina þarna upp. Bæirnir standa mjög nálægt hvor örðum, frekar langt er til næstu bæja og umhverfið er fagurt,” segir leikstjórinn.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.
Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.
Bragi Þór Hinriksson leikstýrir Sigurði Sigurjónssyni, Karli Ágústi Úlffsyni, Erni Árnasyni og fleirum í kvikmyndinni Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, sem frumsýnd verður um næstu páska. Hér er kitla myndarinnar.