Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.
Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar sá Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson og Óráð eftir Arró Stefánsson og segir ljóst að "Hollywood-formúlan er enn þá eitthvað sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk virðist spennt fyrir að tækla."