spot_img
HeimEfnisorðMorgunblaðið

Morgunblaðið

Morgunblaðið um „Fyrir framan annað fólk“: Klassískar aðstæður

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar í Morgunblaðið og segir hana hugljúfa mynd um hugnæmt ástarævintýri. "Handritið slær engar feilnótur en er líka í engan stað sértækt," segir Hjördís og gefur myndinni þrjár stjörnur.

Ásgrímur Sverrisson um „Reykjavík“: Mynd um sambönd og samskipti

Ásgrímur Sverrisson er í viðtali við Morgunblaðið vegna myndar sinnar Reykjavík. Hann segir hugmyndina hafa verið að gera mynd um sambönd og samskipti, fjalla um greint fólk sem er að klúðra lífi sínu. "Þetta er ekki hefðbundin rómantísk gamanmynd þó að hún minni að nokkru á slíkar myndir. Þetta er sætbeiskt gamandrama," segir Ásgrímur.

Morgunblaðið um „Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“: Gott flæði og hrífandi samfella

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildamynd Helga Felixsonar, Njósnir lygar og fjölskyldubönd, en myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís. "Myndin er í senn mjög áhugaverð og stórmerkileg söguleg heimild sem sýnir hvernig átök styrjalda stórvelda geta af sér meinvörp sem eitra út frá sér yfir á afskekkt annes óháðra smáríkja og öfugt, hvernig illvígar fjölskylduerjur geta óvænt ratað inná fjarlægari vígstöðvar."

Emmanuelle Riva: „Langaði að vinna með Kristínu“

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við hina heimskunnu frönsku leikkonu Emmanuelle Riva, sem nú leikur í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma.

Morgunblaðið um „Þresti“: Spegill, spegill, herm þú hver

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og gefur henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir áhorfendur finna tilfinningaspennu magnast innra með sér og skynja illþyrmilega að slæmar aðstæður Ara komi til með að versna til muna áður en yfir lýkur.

Morgunblaðið um „Webcam“: Fjötrar, ást og örbirgð

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar og gefur henni þrjár stjörnur og segir meðal annars: "Þegar á heildina er litið er myndin allt í senn frumleg, ögrandi og krefjandi án þess að vera meiðandi eða groddaraleg. Hún tekur á viðkvæmum málefnum og vekur áhorfendur til umhugsunar um firringu nútímans þar sem hlutverkaleikir og sýndartengsl avatara í netheimum eru farin að þjarma að og skáka nærandi og ástríkum tengslanetum ættingja og vina í raunheimum."

Telmu Huld leiðist að leika sætu stelpuna

Telma Huld Jóhannesdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í gær, er í viðtali við Morgunblaðið. „"Ég er alveg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk,“ segir Telma sem vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum í þágu hlutverksins."

Dáð af þúsundum í „Webcam“

Anna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.

Morgunblaðið um „Albatross“: Með eldmóðsins vilja að vopni

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins skrifar vinsamlega um Albatross Snævars S. Sölvasonar, segir einlæga framsetningu og eftirtektarvert fumleysi frásagnarinnar hrífandi.

Morgunblaðið um „Hrúta“: Að duga eða drepast

Hjördís Stefánsdóttir fjallar um Hrúta í Morgunblaðinu og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir Grím Hákonarson vinna markvisst með þemu og stef úr fyrri verkum sínum, en í þeim sé nútímavæðingu og efnishyggju teflt gegn þögguðum kynngikrafti náttúrunnar, hverfandi lifnaðarháttum og fornum menningararfi sem fyrnist hratt.

Morgunblaðið um „Austur“: Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar í Morgunblaðið og segir myndina vægast sagt ógeðslega og óhugnaðinn með öllu tilgangslausan en engu að síður rífi hann áhorfendur á hol.

Morgunblaðið um „Afann“: Hlaðin skondnum stefjum

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu fjallar um Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og segir myndina eiga erindi við alla og að hún ætti að geta skemmt flestum kostulega.

Morgunblaðið: Vonarstræti vísar bjartan veg til framtíðar

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Vonarstræti fjóra og hálfa stjörnu í umsögn sinni og segir myndina hörkuspennandi og átakanlega samtímasögu um óvægna fortíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaflausn.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR