HeimEfnisorðKjarninn

Kjarninn

Ísold Uggadóttir: Þegar kona er gott stöff

Auður Jónsdóttir rithöfundur ræðir við Ísoldu Uggadóttur kvikmyndaleikstjóra í Kjarnanum um Andið eðlilega og hlutskipti kvikmyndagerðarmannsins.

Þarf íslenskt sjónvarp pólitíska vernd?

Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.

Frásagnir af dauða línulegrar dagskrár stórlega ýktar

Ingólfur Hannesson deildarstjóri hjá EBU (Evrópusambandi sjónvarpsstöðva) fjallar um áhorf á línulega dagskrá sjónvarps í Evrópu og segir samdrátt stórlega ýktan. Þá tekur hann RÚV sérstaklega fyrir og segir félagið hafa einstaklega sterka stöðu, einnig hjá yngri aldurshópum.

Kjarninn segir maðk í mysu RÚV-skýrslu

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf RÚV-skýrslunni og segir svo virðast sem tilgangur hennar sé að setja af stað neikvæða umræðu um framtíð RÚV- enn eitt árið. Hann kallar jafnframt eftir vitrænni stefnumótun um framtíð RÚV.

Margvísleg viðbrögð við RÚV-skýrslunni

Ýmsir hafa tjáð sig um RÚV-skýrsluna svokölluðu sem birt var í dag. Meðal þeirra sem tjá sig eru Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, Egill Helgason í Silfur-dálki sínum, Orðið á götunni, ritstjórn Kjarnans og þingmennirnir Róbert Marshall og Vigdís Hauksdóttir.

Sjónvarpsáhorf hefur ekki minnkað, aðeins breyst

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri hjá RÚV, hefur gert athugasemd við fréttaskýringu Kjarnans um minnkað sjónvarpsáhorf sem Klapptré sagði frá. Valgeir bendir á að sjónvarpsáhorf hafi alls ekki minnkað jafn mikið og fram kom í fréttaskýringu Kjarnans. Hann byggir þar á gögnum Capacent sem heldur utan um mælingar á fjölmiðlaneyslu hér á landi.

Benedikt Erlingsson vandaði ráðherra ekki kveðjurnar

Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.

Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð?

Kjarninn leggur útaf pistli Friðriks Erlingssonar um leikið sjónvarpsefni sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli. Miðillinn endurbirtir grein Borgþórs Arngrímssonar fréttamanns frá því í vor þar sem hann fjallaði um velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar og aðferðafræðina bakvið hana.

Birgir Örn Steinarsson: „Ógeðslega góð æfing í æðruleysi“

Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda Vonarstrætis, er í viðtali við Kjarnann í dag þar sem hann ræðir um samstarf þeirra Baldvins Z, vinnsluferlið og ferilinn.

The Grand Budapest Hotel: pólitísk heimsmynd í ýktum sagnaheimi

Ari Gunnar Þorsteinsson fjallar um nýjustu mynd Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, í Kjarnanum og segir meðal annars "ákveðið sjokk að upplifa nýjustu mynd Andersons, The Grand Budapest Hotel, sem er bæði fyrsta mynd hans þar sem einhvers konar pólitísk heimsmynd brýst inn í ýktan sagnaheiminn og fyrsta mynd hans sem endar á tóni sem vísar till aukinnar eyðileggingar og niðurrifs í stað aukinnar samheldni eða uppbyggingar."

Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda

"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.

Hver græðir á niðurhali?

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans fjallar um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í neyslu tónlistar og myndefnis og bendir réttilega á að þeir sem mest hagnast á niðurhali eru fjarskiptafyrirtækin.

Krafa um skref aftur til fortíðar

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf umræðunni um Netflix málið og bendir á að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Bjóða verði uppá sambærilega eða betri þjónustu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR