HeimEfnisorðÍKS - Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra

ÍKS - Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra

Þrír nýir félagar teknir inn í ÍKS

ÍKS, Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur veitt þremur nýjum meðlimum inngöngu. Viðurkenndir kvikmyndatökustjórar eru því orðnir 13 talsins á Íslandi.

Félag kvikmyndatökustjóra mótmælir fyrirkomulagi afhendingar Edduverðlauna

Félag kvikmyndatökustjóra gagnrýnir að fagverðlaun á Eddunni skuli hafa verið afhent áður en útsending frá verðlaunahátíðinni hófst og að þakkarræður þeirra hafi ekki verið sýndar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags Íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS), sendi fjölmiðlum.

Árni Filippusson í ÍKS

Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS) ákvað á síðasta aðalfundi að bjóða nýjum meðlimi, Árna Filippussyni, í félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu, en Árni verður ellefti meðlimur þess.

Eru fjölmargar íslenskar kvikmyndir glataðar að eilífu?

Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.

Varðveisla kvikmynda í ólestri

Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.

Sigurður Sverrir Pálsson tökumaður heiðraður á Stockfish

Stockfish hátíðin hefur staðið fyrir sérstökum hátíðarsýningum á myndum sem Sigurður Sverrir Pálsson hefur kvikmyndað. Í fyrrakvöld var Tár úr steini sýnd að Sigurði Sverri viðstöddum og í gærkvöldi Land og synir. Við það tækifæri veitti Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS) Sigurði Sverri sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín við íslenska kvikmyndagerð. Í kvöld (fimmtudagskvöld) verður svo sýnd kvikmyndin Kaldaljós og mun Sigurður Sverrir svara spurningum gesta á eftir sýningu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR