HeimEfnisorðHugrás

Hugrás

Hugrás um LJÓSBROT: Í táradalnum

Flóki Larsen íslenskufræðingur skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann segir meðal annars að Rúnar bjóði upp á áhugaverða sögu en takist ekki að fylgja henni eftir.

Hugrás um „Söng Kanemu“: Sungið milli menningarheima

"Yfir myndinni allri er hjartanlegur bjarmi, hún er fumlaus og á sannarlega erindi," segir Björn Þór Vilhjálmsson um heimildamyndina Söngur Kanemu á Hugrás.

Hugrás um „Andið eðlilega“: Á skjön við kerfið

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar á Hugrás um kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega og segir hana ánægjulega viðbót við íslenska kvikmyndaflóru af tveimur ástæðum: annars vegar sem vandað listaverk, hins vegar taki hún á brýnum samfélagsmálum.

Þórhildur Þorleifsdóttir um „Stellu í orlofi“: Skipti sköpum að hér voru konur að verki

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur um Stellu í orlofi, samstarfið við leikarana og hvernig það var að stíga út úr leikhúsinu og inn í kvikmyndaheima.

Klapptré; gagnagrunnur um íslenska kvikmyndasögu

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar greinarformanns Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands við Ásgrím Sverrisson um menningarlegt hlutverk Klapptrés og hvernig það endurspeglar sýn Ásgríms á  kvikmyndir og íslenska kvikmyndaheiminn.

Hugrás um „Reyni sterka“: Frá ofurhetju til afbyggingar

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar á Hugrás um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. og segir hana um margt framúrskarandi, en erfitt sé að sætta sig við að uppljóstrun um að Reynir hafi verið ofbeldismaður og hugsanlega kynferðisbrotamaður sé sett innan sviga.

Hugrás um „Varnarliðið“: Klassískt form og alþekkjandi ávarp

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um heimildamynd Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar Varnarliðið - kaldastríðsútvörður á Hugrás og segir hana afar vel úr garði gerða.

Hugrás um „Rökkur“: Margt býr í rökkrinu

„Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen á Hugrás.

Hugrás um „Sumarbörn“: Að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð

"Útkoman er forvitnileg og að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð kvikmynd," segir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðingur um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur á Hugrás, vefriti Háskóla Íslands.

Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Jónas Reynir Gunnarsson meistaranemi í ritlist ræðir punkta úr pistli Friðriks Erlingssonar um leikið innlent sjónvarpsefni á vefritinu Hugrás sem hugvísindasvið Háskóla Íslands gefur út. Hann segir það afar hressandi að lesa ástríðufullan texta og gagnrýna umfjöllun um íslenska sjónvarpsþætti, en finnst Friðrik ekki láta bandarískt sjónvarpsefni njóta sannmælis.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR