HeimEfnisorðGrafir og bein

Grafir og bein

Greining | Hægist á Sveppa

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum fellur í fimmta sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi. Fall milli vikna er nokkuð skart eða 68% en engu að síður sáu myndina 2.230 manns í liðinni viku, þar af 653 um helgina. Myndin hefur fengið alls 31.274 gesti. Vafi leikur á hvort hún nái vinsælustu Sveppamyndinni, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, sem út kom 2010 og var önnur í röðinni. Sú mynd fékk alls 37.506 gesti.

Greining | Sveppi 4 komin yfir þrjátíu þúsund gesti

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr nú í fjórða sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi. Alls sáu myndina 4.571 manns í liðinni viku, þar af 1.995 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 30.386 gesti.

Greining | Sveppi 4 nálgast þriðja tugþúsundið

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, gefur ögn eftir á þriðju sýningarhelgi og er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans. Alls komu 9.558 manns á myndina í liðinni viku, þar af 4.135 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 27.955 gesti.

Greining | Sveppi 4 mokar inn áhorfendum

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, heldur áfram að moka inn áhorfendum. Alls komu 13.462 manns á myndina í liðinni viku, þar af 8.635 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 22.897 gesti eftir aðra sýningarhelgi og situr aftur á toppi aðsóknarlistans. Interstellar, sem frumsýnd var um helgina, kemur nokkuð á eftir með 7.468 gesti.

RÚV um „Grafir og bein“: Of margar sögur í einu

Gunnar Theódór Eggertsson fjallaði um Grafir og bein í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 og segir myndina vilja segja aðeins of margar sögur í einu. "Handritið inniheldur ýmsar áhugaverðar hugmyndir [...] en myndin þjáist af því að fara í of margar áttir í einu og missa of mikinn fókus í leiðinni, þangað til á lokasprettinum. Myndin kann að vera með hjartað á réttum stað, en mér þótti hún einfaldlega hvorki nógu spennandi né ógnvekjandi á heildina litið."

Gagnrýni | Grafir og bein

"Myndin fær hægt af stað og lengi vel gerist ekkert en þó virðist eins og það sé verið að byggja að einhverju. Hún byrjar snemma á því að mynda ákveðna stemningu en svo fer hún í raun ekkert lengra með hana og heldur sig bara í sömu stemningunni allan tímann, það er engin raunveruleg þróun," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Greining | Risa opnunarhelgi á fjórðu Sveppamyndinni

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, fékk alls 11.425 manns á opnunarhelginni og 12.225 séu forsýningar meðtaldar. Þetta er stærsta opnunarhelgi alla Sveppamyndanna fram að þessu og fjórða stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar frá því mælingar hófust 1996. Myndin trónir í efsta sætinu, en Grafir og bein eru í því þriðja með alls 2.128 gesti að forsýningum meðtöldum (1.418 um opnunarhelgina).

Sex íslenskar bíómyndir í sýningum frá 31. október

Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.

„Grafir og bein“ frumsýnd 31. október

Hrollvekjan Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd 31. október. Þetta er fyrsta kvikmynd Antons í fullri lengd en hann skrifar einnig handrit.

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.

Allt að níu íslenskar bíómyndir sýndar í ár

Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR